30.1.12

Faaaallin

Fallin á sykurleysinu. Það eina sem togaðist ofan í mig yfir allan gærdaginn var ein poweraid flaska, skipt niður á svona eins og 12 klst. Það er sykur í poweraid. Usss :)

Er að spá í að láta eins og þetta hafi aldrei gerst.

29.1.12

Ein heima

Bæði börnin í pössun og við eiginmaðurinn ein heima í fyrsta skipti í fjölda mánaða. Ákváðum að skipta hæðunum á milli okkar svo hvort okkar um sig hefði eigið klósetti og þyrfti ekki óvart að gubba á hnakkann á hinu. Gubbupest...... Glorious

28.1.12

Nachos

Í gær fékk ég einhverja gífurlega þörf fyrir að sukka yfir Sherlock þætti/mynd/whaevs. Ég fékk einhverja vitrun um að nachos getur sko verið hveiti- og sykurlaust sukk, en það þarf að lesa aftan á pokann til að vera viss. Sumar týpur, eins og t.d. Doritos eru frá USA (eða er það ekki örugglega?) og þá væri það á móti lögum að setja hvorki sykur né HFCS í. Ég komst líka að því að það er möguleiki á að kaupa salsasósu og ostasósu án þess að það sé búið að setja sykur út í, svo ég bjó mér til ofurídýfu með því að jukka áðurnefndum sósum saman við mozzarella ost og setja inn í ofn *homerslef*. Sumir eru þeim ranghugmyndum gæddir að það eigi að nota rjómaost en ekki ostasósu. Veit ekki alveg hvaðan það kemur.

Allavegana. Ég komst að því að Einar borðar nachos sem snakk og vill helst ekkert vera að blanda neinum sósum eða ídýfum í málið. Ég nota hins vegar nachos sem ætilegar skeiðar til þess að skófla upp í mig ídýfum. Noooom nachos-ídýfur.. Guacamole, salsa, ostasósa og svona ofnajukkisósa.

Einhverra hluta vegna hef ég aldrei komist í sama gír með old school kartöfluflögurnar. Fyrir það fyrsta finnst mér þær ekki eins góðar og svo eru mæjónessósurnar ekkert að gera eins gott mót.

27.1.12

Ofurmömmufílíngur

Stundum, fæ ég smá ofurmömmutilfinningu þegar ég geri eitthvað sem fólki almennt finnst eflaust ekkert sérstaklega merkilegt á blaði og dagmömmum þætti bara hægur dagur. 2ja ára sílið er heima í dag þar sem hún var lasin í gær. Núna síðasta hálftímann er ég búin að klára að elda sitthvorn hádegismatinn fyrir þær, mata þessa 8 mánaða, syngja, brosa yfir því hvað ég eigi fyndin og skemmtileg börn, hrósa fyrir duglegheit og kurteisi, þrífa báðar, skutla þeirri eldri í rúmið sitt, slökkva ljósið, kveikja á slökunartónlist, kyssa haus og labba út.. Skutla svo þeirri yngri í rúmið sitt, slökkva ljósið, kyssa haus og labba út og þær voru báðar sofnaðar áður en ég var einu sinni byrjuð að labba niður stigann.

Ef svo mikið sem önnur þeirra hefði farið að kvarta yfir því að vera sett í hvíld núna eða hefði ekki borðað vel eða verið með vesen hefði ég eflaust ekkert verið í ofurmamminu. Það virðist sem sagt vera að það sé ekki endilega það sem mamman gerir, heldur það sem börnin gera sem kemur af stað ofurmamminu. Það er kannski bara eðlilegt.

26.1.12

Meiri snjór og "ekta súkkulaði"

Mikið held að það væri ofboðslega gaman að vera svona 8 ára og eiga góðan kuldagalla núna. Ég myndi fara út með skóflu og snjóþotu/stigasleða og ekki koma inn aftur fyrr en mér yrði dröslað inn með valdi. Vonandi kemur aftur svona mikill snjór einhvern tímann þegar stelpurnar mínar verða aðeins eldri. Þá verða sko grafin göng út um allan garðinn hjá okkur og gott ef það verður ekki kakó eftir á ef stelpuskottin munu hafa smekk fyrir svoleiðis skramba, þó svo að hvorki ég né E drekkum svoleiðis.

Einhverjar vísbendingar eru reyndar uppi um annað, amk hjá frumburðinum. Þegar litlu jólin voru á leikskólanum var hátíðardagskrá allan daginn m.a. með hátíðarmatseðli í hádeginu og smákökum og ekta súkkulaði í "nónhressingunni". Þegar ég var svo að yfirheyra hana um þetta eftir á og spurði hana um súkkulaðið sagði hún "Nei. Ég víldekki". Kannski er þetta bara í geninun, þó svo ég hafi fyrir satt að ekta súkkulaði sé sko allt annar pakki en kakó. Amk var reynt að ljúga þessu að mér þegar ég var lítil. Einhverra hluta vegna virðist fólk bara ekki geta komið hausnum á sér utan um þá staðreynd að einhverjum finnist þetta ekki gott

Ég: Nei, ég vil ekki kakó
Ættingjar: Þetta er ekki kakó. Þetta er EKTA súkkulaði. Smakkaðu þetta, þetta er rosalega gott
Ég: En ég vil ekki...
Ættingjar: ... og svo er þetta í svo flottum bollum *hella EKTA súkkulaði í flottan bolla og rétta mér*
Ég: *einn sopi og gretta* En ég VIL ekki...
Ættingjar: Það vantar bara RJÓMA út í (sagt eins og að rjómi sé það besta sem nokkur gæti óskað sér að drekka)

Svona í ellinni hef ég stundum látið mig hafa kurteisis kakó eða meðvirknis EKTA súkkulaði, t.d. þegar við höfum mætt í heimsókn einhvert og gestgjafinn hefur sloppið inn í eldhús og skellt í könnu af þessum skramba. Eiginmaðurinn á nefnilega tromp uppi í erminni. Hann drekkur kaffi, á meðan ég er þeim eiginleika gædd að hafa fæðst með bragðlauka. Ég þarf þá að taka kúluna fyrir hönd okkar hjónanna svo eldhúskuklið hafi ekki verið til einskyns. Ég skil eiginlega ekkert í mér að gera þetta. Árið er nú sæmilega nýtt og ferstk ennþá. Spurning um að slá fram nýársheiti að hætta að drekka meðvirknis kakó. Já, því ekki?

24.1.12

Snjór

Væri hrifnari af þessu heeeeelvíti ef þetta þýddi ekki að ég væri alltaf svo gott sem snjóuð inni :P Hef ekki mikið komist í vagnalabbitúra það sem af er þessu ári og sjaldan geta sótt sílið á leikskólann þar sem það er ekki vagna/kerrufærð og ég vil ekki hafa smásílið í burðarpoka ef ég gæti dottið í hálku. Puff.

Eh.. ég ætti kannski að taka fram að pabbi hennar sækir hana á leikskólann. Hún er ekkert búin að hanga þar síðan í byrjun mánaðarins :)

23.1.12

Sykurlaus

Nú er ég búin að vera hveiti-, sykur, og rauðakjötslaus í næstum 3 vikur og það er eiginlega bara ekkert mál. Ég á reyndar alveg pottþétt eftir að setja rautt kjöt aftur inn í lok mánaðarins... en kannski ekki unnar kjötvörur. Ædönnó. Ég bý til mitt eigið muslí og mitt eigið brauð (enda ekki hægt að fá brauð úti í búð sem er ekki með neinu venjulegu hveiti) og það er miklu betra á bragðið því ég hrúga öllu sem mér finnst gott í það. Ég er að borða milljón sinnum bragðbetri og skemmtilegri mat. Ég held líka að málið sé að ég er ekkert að chilla í öðru. Er ekkert að þessu til að vera mjó eða neitt svoleiðis, þannig ég borða alveg smjör, ost og möndlur í vörubílsförmum og whatnot.

Í gær kom hins vegar fyrsta skipið sem ég hef átt virkilega erfitt með mig. Ég fór í afmæli þar sem var ein kaka, en annars bara heitar brauðrúllur (bestastabest), snittur með allskonar djúsí áleggjum, kex og ostar. Ég er sko þokkalega meira á heitubrauðrétta- og snittulínunni frekar en kökulínunni. Ég fékk mér nokkrar sneiðar af ostum og vínber, en glápti á brauðdótaríð með slef niður á tær. Ég endaði á því að sækja mér tvær snittur með reyktum laxi og skrapa lax, salatblað og papriku yfir á diskinn minn, en losa mig laumulega við brauðið sem hafði verið undir.

Ég reyndar lýg því. Alltaf þegar Einar opnar kókdós og það kemur þarna "ctsjjjjjjj" hljóðið, þá fæ ég vatn í munninn. Eftir að ég hef hins vegar náð mér yfir opnihljóðið, þá er ég svöl eins og Fonzie.

Strike two

Helginn rann einhvern veginn saman og ég bara fattaði ekki að ég hefði ekki póskað í gær. Nú þarf ég sko aldeilis að vanda mig næstu *fletta upp hvaða dagsetning er í dag*... átta dagana, svo ég þurfi ekki að lifa í eilífri skömm.

Hmm.. Ég er reyndar að ljúga. Ég myndi ekkert lifa í eilífri skömm. Ég myndi eflaust segja "úbbs" og halda svo bara áfram þar sem frá var horfið... en til að hlífa mér við þessu "úbbsi", þá þarf ég sko aldeilis að vera á tánum.

21.1.12

Útsölur

Fór í Kringluna og ætlaði að reyna að finna mér einhver föt. Labbaði út einum og hálfum klukkutíma seinna með afmælisgjöf fyrir guðsoninn og hörfræjaolíu fyrir smásílið. Grínlaust, ég fann ekki neitt. Ekki einu sinni eitthvað sem ég væri til í að kaupa en var of dýrt.. bara ekkert sem mér gæti mögulega langað í. Mátaði eitt pils og einn bol til málamynda, en pilsið reyndist vera ósiðsamlega stutt og bolurinn lét mig líta út fyrir að vera enn ólétta.

Ég held að internetið verði að koma mér til bjargar. Allt til á þessu interneti sko.

20.1.12

8 ára rokkari

Hún er æði!


Svo er líka fyndið að sjá öll "re" videoin þarna til hliðar þar sem að brjóstaskorur (held það sé ekki hægt að kalla þetta annað þegar það vantar 1/2 andlitið inn á mynd, en sést í öll brjóstin) eru að koma með sína gagnrýni á þetta.

Bóndadagur

Ég hélt í árlega bóndadagshefð og eiginmaðurinn fór í vinnuna í jakkafötum, með boxaða öxl og hamingjuóskir með að vera með typpi. Jakkafötin tengjast hefðinni okkar ekkert, heldur er árleg hefð á vinnustaðnum hans að karlmönnum sé boðið út að borða í hádeginu. Meira að segja ekki skemmdan mat. Það virðist vera að að einhver sé að misskilja eitthvað hérna..

Boost

Ég er ekki morgunmatarðdáandi. Í gegnum árin hef ég tamið mér að borða morgunmat, en hef alltaf átt hálf erfitt með það. Brunch hins vegar.... Þá værum við sko að tala saman.

Núna er ég komin með brilliant lausn. Ég fæ mér búst/boost/boozt/búúúhhhhszht í morgunmat. Það er æði. Ég sulla öllu þessu holla sem kona ætti að borða út í, eins og möndlumjólk, lýsi (með sítrónubragði sko), chia fræum, husk og spínati... svo set ég einhverja djúsí ávexti og whooolah. Morgunmatur sem ég er ekki að pína ofan í mig,  er bara með bústáferð, en ekki slepju chiafræjaáferð og smakkast eins og ávextir, en ekki lýsi og husk.

Mér líður alltaf eins og brjáluðum vísindamanni þegar ég set megagígaofurblandarann sem tengdó gáfu okkur í jóló af stað. Hann er svo megagígaofur að einu sinni gleymdi ég að setja lokið á og það sullaðist ekki einn dropi upp úr á meðan bústið var bústað. Sumarbústað. Hahaha.. fyndin ég.

Svo er það bara búst í glasi í vinstri og moka hirsigraut ofan í litla barnið með hægri. Bestun!

19.1.12

Regnboginn

Í gær nýtti ég kvöldið í að fara á vinnufund um gildi leikskólans hennar Söru, Regnbogans. Það var svona þjóðfundarbragur á þessu og foreldrar, starfsmenn og meira að segja foreldrar sem áttu börn sem eru farin af leikskólanum skiptust niður á borð, skrifuðu niður stykkorð, rökræddu og unnu með allskonar hugtök. Mikið fannst mér gaman að geta verið þátttakandi í þessu.

Þessi leikskóli er svo frábær að ég má vart mæla og öðrum foreldrum finnst það bersýnilega líka, þar sem að fólk berst um að fá að vera í foreldraráði og það eru varamenn í öllum hornum. Fyrst fannst mér pínulítið fyndið í haust að ekki-alveg-orðið-tveggja-ára barnið mitt væri að fara að vinna hópverkefni í stöðvavinnu, vera á tónlistarnámskeiði og svona, en svo er þetta bara allt saman algjör snilld. Litla sílið slær oft fram ansi háfleygum orðum sem hún hefur lært þarna og er afskaplega ánægð, glöð og sátt við leikskólann sinn.  Meira að segja maturinn er allur gerður frá grunni, brauð bökuð á staðnum o.fl. og Reggio Emilia stefnan sem farið er eftir þarna er frábær. Ég sé sko ekki eftir því að hafa sótt um þarna þegar Saran var 2ja mánaða og finnst alveg æðislegt að Ernan eigi eftir að leikskólast þarna líka í náinni framtíð.

Gleðigleði

18.1.12

Scourgify

Skrambinn. Virðist vera að töfrasportinn minn sé gerður til að saxa og mauka mat, en ekki til að galdra með.

17.1.12

Snjallt dót

Ég lagði snjallsímanum mínum núna um daginn því ég var komin með snjallan ipod (touch). Einhverra hluta vegna er android sími tæki sem er notað í skipulag, skoða veðrið, fréttir og minna sig á hluti, en ipod touch tæki sem er notað í leiki.... Magnað

16.1.12

Killing us softly

Talið við börnin ykkar, hvort sem það séu strákar eða stelpur. Fræðið þau og reynið að benda þeim á að stundum eru auglýsingar bjánalegar og senda röng skilaboð. Ef samfélagið breytist ekki, þá er amk hægt að  gera sitt besta til að börnin ykkar sogist minna inn í þessa vitleysu.15.1.12

Bíjóóóóf

Við E fórum ásamt bróður mínum og guðsyni á nýjasta Hólmsarann. Hún var næstum eins góð eins og það er vont að það sé ekkert hlé og kona hefur drukkið 1/2 líter af kristal við byrjun myndarinnar.

Ekki það að þessi Hólmsari sé eitthvað eins og Hólmsarinn í bókunum. Hann er samt fínn.

13.1.12

Bara

*lemj í borð, lemj í borð KLAPP* lemj í borð, lemj í borð KLAPP* *lemj í borð, lemj í borð KLAPP* We will, we will rock you.. *lemj í borð, lemj í borð KLAPP*

11.1.12

Bakkabræður

Fyrir nokkrum vikum las ég Bakkabræður fyrir þessa smærri. Eftir að hafa straujað í gegnum þetta velti ég því virkilega fyrir mér hvort einhverjum hafi einhverntímann fundist þetta fyndið, kímið eða broslegt.. EVER.. eða hvort allir hafi bara viljað vera kurteisir.

10.1.12

Hýðislaust

Ég er að sjóða hýðishrísgrjón í snillar tupperware græjunni minni. Fór að spá í hvers vegna þau heita ekki bara "hrísgrjón" og hin "hýðislaus hrísgrjón". Það að vera með hýði er svona eiginlega normið hjá hrísgrjónum sko. Kannski er það af því að það þarf að sjóða hýðis í 45 mín og hin í 10 eða eitthvað, þannig að hrísgrjón hafa alltaf 35 mín í áróður eftir að það er búið að sjóða þau..

Fangi

Smásílið hefur ákveðið að vera fangi í dag. Amk sættir hún sig ekki við að vera neinstaðar annarsstaðar en í fangi..

9.1.12

Full keyrsla

Nú er allt að detta í rútínu eftir jólafríið og sílaveikindi, svo ég heimsótti einkaþjálfarann minn á ný eftir alltof langa pásu á meðan ég skutlaði þeirri minnstu út í vagn. Helvítið gjörsamlega keyrði mig áfram á akkúrat sömu ferð og fyrir "fríið" og sá sko ekki aumur á mér. Mætti halda að þetta væri einhver vél! Hefur enga sál þessi tölvuleikur sko.

8.1.12

Ég er búin að uppgvötva nýjan ofurkraft

Hann er að búa til mitt eigið muslí. Ef ykkur finnst það vera lame ofurkraftur, þá er það bara því þið hafið aldrei smakkað múslíið mitt!

7.1.12

Úbbs

Dagur fjögur og ég klúðra. Vandræðaleeeeeeeeegt.

Annars komst ég að því nýlega að möndlumjólk er awesome góð, grjónagrautur og lifrapylsa er lykillinn af hamingjunni hjá toddlerum og það þarf ekkert endilega að fara út úr bílnum sínum ef kona ætlar á skauta.

5.1.12

Svoooona stór

Ég efast um að það sé mikið af börnum sem óska þess heitast að verða meðalmanneskjur þegar þau verða stór. Ætli þau haldi ekki flest að þau eigi eftir að finna eitthvað stórkostlegt upp, vinna rosalegar hetjudáðir eða stjórna landinu. Völd sko, þau eru alveg málið. Munið þið þetta ekki? "Ef ég væri forseti í einn dag myndi ég banna að stríða og gera vörslu á nýrnabaunum refsiverðan glæp....." Skrítið af þessum forsetum hafi aldrei dottið þetta í hug.

Ég er að spá í nákvæmlega hvenær þetta breytist? Hvenær fólk rankar við sér og vill allt í einu frekar vera verkferlastjórar heldur en slökkviliðsprinsessur?

Ég ætlaði alltaf að verða rithöfundur þegar ég yrði stór. Alveg frá því að ég ákvað fyrst hvað ég vildi verða. Svo rokkaði það á milli rithöfundar og tölvunarfræðingar. Getiði hvort vann :)

Annars hefur verið áhersluskipting hjá mér svona í seinni tíð. Núna ætla ég bara aðallega að einbeyta mér að því að vera hamingjusöm frekar en að eiga risa stórt hús og verða forseti sem bannar nýrnabaunir. Ég er svolítið að spá í að reyna að sannfæra erfingjana líka um að það sé það besta til að verða þegar þær eru stórar.

4.1.12

Jólaáhlaup

Um jólin voru gerðar ítrekaðar árásir á meltingakerfið hjá mér í formi veislumáltíða, smákakna (heh. Fyndið orð) og sætinda. Á meðan ég var að gúffa í mig quality streetið sem eiginmaðurinn krefst þess að kaupa í 20 kílóa tunnu fyrir jólin, gerði ég mér allt í einu grein fyrir því að mér finnst það ekki einu sinni gott. Eða.. það eru nokkrir góðir molar, en restin er ekkert spes þó svo hún endi á því að vera étin. Það er ekkert smá tilgangslaust að borða vont nammi. Ég varð fyrir samskonar vitrun í fyrra í sambandi við Nóa konfektið. Það er barasta ekkert gott. Eins ljóst súkkulaði og það verður með allskonar yfirsætum kremfyllingum. Puh.

Já.. allavega. Ég týndi mér aðeins. Mér líður bara ekkert vel í kerfinu eftir öll þessi áhlaup og í gær tók ég svo ákvörðun um að chilla aðeins í rauða kjötinu í nokkra daga og taka út hvítt hveiti og sykur í amk mánuð. Nokkrum mínútum eftir að ég hef nelgt þessa ákvörðun niður er mér boðið í barnaafmæli næstu helgi. Stuttu síðar var mér boðið í annað barnaafmæli.. líka næstu helgi.

Hverjar haldið þið að séu líkurnar á afmælum sem eru laus við hvítt hveiti og sykur? Heh. Hélt það :) Ég er eiginlega að íhuga að vera bara dónaleg og sleppa því að meðvirknisborða, svona svo ég geti látið betur reyna á þessa tilraun hjá mér.

3.1.12

Eitt pósk á dag

Ég er að spá í að skrifa eitt pósk á dag amk það sem eftir lifir af þessum mánuði. Þetta er pósk dagsins í dag.


Nei djók. Ætla alveg að segja eitthvað meira.

Hafið þið tekið eftir því hvað Íslendigar eru rosalega uppteknir af því þegar einhver sem er ekki Íslendingur talar um Ísland (hvað eru mörg Ísl í því?). Núna eru t.d. allir að pósta þessu myndbandi á facebook.Ekki það að það séu ekki til maaaargir, margir verri hlutir til að pósta en QI. Stundum koma líka fréttir á mbl eða eitthvað innihaldi í ætt við "Einhver eldri kona sem býr í Winnipeg í Kanada og heldur ferðablogg skrifaði að það væru góðar pulsur á ÍSLANDI".  Seinna í fréttinni stendur eitthvað í líkingu við að hún hafi lýst því yfir að það eina sem hún hafði út á landið að setja væri lélegar almenningssamgöngur. Svo ef það er kíkt á linkinn á bloggið hjá gömlu konunni er allt í einu allt morandi í kommentum frá Íslensku fólki, annað hvort á íslensku og í líkingu við "ÍSLAND ER BEST!!!!!!!!" eða fólk að rakka gömlu konuna niður fyrir að dissa Ísland (lesist: almenningssamöngur á ÍSLANDI) þrátt fyrir að viðkomandi hafi örugglega biddsjað yfir strætó á hverjum degi síðan hann/hún hafði aldur til að biddsja.

Ókay.. Það er engin gömul kona svo ég viti til, frekar en það er skeið. Þetta er bara einfölduð dæmisaga sem sýnir hvað ég á við þrátt fyrir að vera röng á allan hátt.

Litla barnið vaknað... hef ekki tíma til að edita. Gott á ykkur! :)