19.8.12

Wft skammtímaminni? Já og litir. Og viðarvörn.

Hér er því slegið fram að nú muni hefjast pósk-á-dag átak og svo gleymi ég því bara um leið. Fail.

Annað sem ég hef alveg klúðrað í sumar er að viðarverja pall, grindverk og garðhúsgögn. Ég hef það fyrir satt að margir séu að standa í þessu á vorin, en ég er fyrst að spá í þessu núna þegar það er næstum því komið haust. Það er svo mikið næstum því komið haust að yfirspennt laufblöð eru búin að skipta litum og.. (Þessi setning er ekki lengri eða betur samin þar sem að vatnið á linsubaununum sem ég var að sjóða var farið að bubblast upp úr pottinum og út um allar trissur. Sagan á bak við þessar linsubaunir gætu verið tilefni til annars pósks..)

Fyrir rúmlega 2 vikum drifum við helmingurinn loksins í því að þrífa pallinn og í kjölfarið bar ég á hann. Svo kom rigning. Það ringdi í tvær vikur og ég hélt það væri komið haust. Viðarvarnarfatan, sem var náttúrulega enn nánast full, horfði á mig ásakandi augum. Nú var bara komið haust og við tæki rigning og snjór í marga, marga mánuði.. og grindverkið algjörlega óvarið fyrir grimmum náttúruöflum Ártúnsholtsins.

Sem betur fer sá Veðurguðinn, hann Veðurguð aumur á mér og skellti smá auka sumri svona aftast. Ég komst loksins í að bera á grindverkið með ipod í eyrum og sól á himni. Svo var komið að húsgögnunum.

Það er ekki nema svona ár síðan að við Einar áttuðum okkur á því að við værum með smekk. Við vorum nefnilega á tímabili að versla húsgögn og annað miðað við annara manna og kvenna smekk. Allt í einu áttuðum við okkur á því að massívt eikarborðstofuborð og svartir leðurborðstofustólar með eikarfætur væru bara hreint ekki okkar poki elskan. Við seldum næstum öll stofuhúsgöngin, létum smíða hringborð í staðinn og keyptum okkur stóla í lit.


Litur! Það er sko málið. Auðvitað komst ég að því að það yrði að vera sæmilega smekklegur í litavali og fyrir svona ekki-arkítekta-plebba eins og okkur þýðir það að takmarka sig við nokkra liti. Við erum aðallega í grænum og fjólubláum út af afskaplega flóknum innanhússarítektúrapælingum. Because of reasons. Jebbjebb.


Ég smellti meira að segja í "lúðalistaverk" með grænum og fjólubláum og málaði hvíta blómapotta og ljósaskerma svo þær væru í réttum lit. Við erum með talsvert fleiri græna og fjólubláa hluti í stofunni.En það er náttúrulega bara stofan. Útihúsgögn eru í allt öðru domaini og því önnur lögmál sem gilda. Vúhú! NÝJIR litir! Í gærkvöldi og í morgun var ég loksins að vinna með einhvern annan lit en brún-glæran (er brúnglær til? Þetta var amk c.a. brúnglært). Það er náttúrulega illa glatað að vera loksins að klára þetta svona seint á sumrinu, en það verður amk gaman að horfa á fallega gult borð og bláa stóla út um gluggann, vitandi að allt saman sé tilbúið fyrir veður og vinda. Okay.. kannski ekki vinda. En veður!Engin ummæli: