23.8.12

Spy-d-uhh

Ég fatta ekki alveg köngulóafóbíu. Bíddu, leyfið mér að umorða þetta. Ég fatta ekki alveg köngulóafóbíu á Íslandi. Í Ástralíu myndi ég pottþétta skylja köngulóafóbíu. Ef köngulóin er orðin eitruð eða það stór að hún gæti unnið þig í slag með fimm fætur bundnar fyrir aftan bak, þá er óttablandin virðing æskileg og skiljanleg.

Þegar köngulær eru á stærð við smartís og ekki líklegri til að valda meiri óskunda en að spinna vef í andlitshæð... hví þá öskur og drama upp á bak?

Engin ummæli: