20.8.12

Baunir

Það er hreinsun í gangi. Ég held það sé betra að segja það heldur en detox. Detox hljómar eitthvað svo buzzwordlega að mér finnst eiginlega að það ætti að vera "Group" á eftir því. Eða Holding. Sjálfbært detox.

Þetta er líka ekki beint detox. Meira tími til að leyfa líffærum að jafna sig.

Tvær vikur af engu nema grænmeti, ávöxtum, fræjum, hnetum og baunum. Stundum fer meltingakerfið á mér í eitthvað rugl og þetta á víst að hjálpa til með að hreinsa ristil og lifur og ekkert nema hamingja og gleði í framhaldinu. Okay, það er amk kenningin og það er alveg þess virði að prufa fyrst þetta eru bara tvær vikur. Segi ég núna sko. Bara. Kem með update þegar ég er komin lengra í ferlinu. Dagur þrjú. Fram að þessu hefur þetta verið merkilega auðvelt, en ég get ekki sagt að maturinn sem ég sé að borða sé voðalega spennandi. Allar uppskriftir eru með frekar mikinn svona "þetta er alveg eins og alvöru matur.. for reals!" brag á sér. Er ekki alveg að botna í fólki sem getur staðið í þessu til lengri tíma, sérstaklega ef það sleppir mjólkurvörum, eggjum og kornmeti eins og ég er að gera núna.

Baunir hafa alltaf verið mér dálítið erfiðar. Mér finnst eitthvað ógeðsleg áferð á þeim og á erfitt með að koma þeim niður í því magni sem ég tel nauðsynlegt til þess að þetta prógram sé ekki beinlýnis óhollt, svona fyrst þetta er eini próteingjafinn í boði. Ég komst að því núna í hádeginu að baunaboozt er alls ekkert svo klikkað, þó það hljómi verulega viðbjóðslega. Ég jukkaði saman slatta af linsubaunum, smjörbaunum, banana, avocado, frosnum ávöxtum og smá hreinum ávaxtasafa og það var vel drekkanlegt. Skárra að drekka þetta helvíti en að borða. Heh.. Baunaboozt í tvær vikur. FML.

Svona fyrir utan það hefur gengið nokkuð vel. Ég reyni að spá dálítið í næringasamsetningu og hvernig ég geti haldið kaloríum uppi. Að minnsta kosti fór ég í crossfit í morgun og fannst ég ekkert vera orkulausari en venjulega. Spurning hvernig þetta þróast..

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég þarf einmitt að fara að tækla baunaát. Þetta baunaboozt hljómar ógeðslega.

Hvað settirðu ca mikið af baunum í hann? ;-)

Maginn á mér er einmitt oft í uppreisn. Núna er ég að taka út mjólkurvörur. Var að setja alltaf 50 g af grískri jógúrt í hafragrautinn en finn að ég þoli það ekki. *dæs* Verð bara uppþembd og prumpa eins og enginn sé morgundagurinn. Það er á góðum dögum, á verri dögum koma krampar.

En hvernig er þetta með baunir, á maður ekki að prumpa út í eitt af þeim?