21.8.12

Aðlögun

Junior Junior er í leikskólaaðlögun. Hún er að verða 15 mánaða og hefur fram að þessu bara verið heima með mér. Eða ég heima hjá henni. Næsta mánudag byrjar hún svo í leikskólanum eins og almennur leikskólaborgari. Kannski 6,5-7 klst vinnudagur hjá henni eða svo. Hinn harði heimur þar sem það þarf að vera tilbúinn til að berjast fyrir dóti og lemja með skóflu ef svo ber undir. Sem betur fer er stóra systir ekki langt undan og eflaust tilbúin til að lumbra á börnum með skóflu fyrir hennar hönd ef svo ber undir.

Það er örugglega gott að vita að það sé einhver til sem lítur svo á að enginn megi lemja þig með skóflu nema hún sjálf.

Engin ummæli: