9.5.12

Vesó

Piff. Hvað er Öryggismiðstöðvarfólk að boða komu sína kl. 9:30 um morguninn til að taka eitthvað once-over? Veit þetta lið ekki að ef fólk býr á tveimur hæðum, þá er bara annarri hæðinni haldið sæmilega gestavænni og draslið geymt á hinni? Ég þurfti að skutla krílinu í rimlarúmið sitt og múta henni með snuði og dóti, þjóta svo í að moppa yfir og henda öllu sjáanlegu drasli inn í hjónaherbergi og loka. Ahh ég fékk alveg svona unglinga-flashback þegar ég skutlaði drasli undir rúm og lét svo rúmteppið hanga fram fyrir.

Engin ummæli: