3.4.12

Zumba á nærbuxunum

Ég var að eignast nýja tölvuleik. Ég var sko alveg komin í stellingarnar með að prufa hann og þá tók sílið aldrei þessu vant upp á að vera með vesen við það að sofna. Eiginmaðurinn stakk af í körfu (hann er basket case 1x í viku sko) og eftir sat ég með eitt stykki barnapíutæki sem spilaði eitt stykki tveggja ára barn syngja "1,2,3 áfram Latibær", kalla "ÉG er Glanni Glæpur" og fara með leikþætti og klósett-tengd gamanmál.

Allt í einu ranka ég við mér og geri mér grein fyrir því að það hefur ekki heyrst svo mikið sem múkk í barninu í svolítinn tíma, klukkan orðin miklu meira en ég sá fyrir mér að hún yrði þegar ég væri á zumbandi siglingu og ég ekki búin að skipta yfir í æfingaföt. Ég greip til þess ráðst að draga fyrir gluggana og strippa niður á gammó (ég er bara ekki tilbúin til að segja "leggings". Mér finnst það ennþá vera of Þjóðverjalegt. Hvað næst? Handy í staðinn fyrir GSM síma? Hmmha?) og bol. Gammó reyndust svo vera of sleypar fyrir wii-remote mjaðmabeltið sem fylgir, þannig að ég endaði á nærbuxunum í zumbandi zumbí-rarí-rei. Pfff.. þetta hefur ekki verið falleg sjón og ég vona innilega að það séu engar faldar myndavélar hérna svo ég endi ekki eins og Star Wars kid.

En aftur að Tímon og Zumba.. Nærbuxur eða engar nærbuxur (og jú, til að koma í veg fyrir frekari óþægilegar "mental pictures", þá voru vissulega nærbuxur) þá er þetta alveg öskrandi snilld, allavega svona miðað við fyrstu zúmbun. Ég ákvað að byrja hægt, svona fyrst að klukkan væri orðin margt og vegna þess að ég hafði aldrei prufað zumba áður og valdi "short class, low intensity".

Það var að vísu einhver valmöguleiki að láta kenna þér skrefin á ultra hægum hraða en hver nennir því eiginlega? Ég demdi mér bara út í þetta og komst að því að "low intensity" þýddi sko ekki að þetta væri eitthvað hægt. Á tímabili var ég farin að sjá eftir því að hafa ekki byrjað í aula-hjálpadekkja-mode og látið kenna mér, en zumbaði bara áfram blindandi og tók fljótlega upp stefnuna að ef ég væri ekki viss, þá bætti ég bara við auka mjaðmahnykkjum. Það bar alveg ferlega góðan árangur og ég endaði með 3 stjörnur af 5 mögulegum og einkunina "zumba expert" eða eitthvað álíka fyrir wii-rkoutið. Zumbi fjörálfur?

Ég sé fyrir mér mikið zumba í minni nánustu framtíð.

1 ummæli:

Dal sagði...

Hahaha! Þú hefðir getað orðið skrilljónamæringur á youtube ef videoið af þér hefði farið á netið :)