28.3.12

Tannsi

Ég fór til tannlæknis áðan. Það er eitthvað svo brjálæðislega vandræðalegt við að fara til tannlæknis. Ekki svona félagslega vandræðalegt, heldur meira svona... næstum því alveg á hvolfi með gapandi munninn, hendur af hálf ókunnugri manneskju upp í þér og þurfa öðru hvoru að svara spurningum með "agghaaaa" eða "hnnnrrrrrghh".

Annars er ég gölluð. Það er alveg slatti síðan ég tilkynnti það hérna. Ég er sem sagt með tvær barnatennur, hlýtur að vera þessvegna sem ég er forever young. Eða eitthvað svoleiðis. Það eru engar fullorðinstennur undir. Þær eru samt ekkert tiny tiny eða neitt. Fæðingargalli. Svo kemur í ljós áðan að ég er líklega með frekari fæðingargalla - engir öftustu jaxlar í efri góm. Stuttu fyrir þetta hafði tannsinn tilkynnt mér að ég þyrfti líklega að láta taka þessa í neðri gómi, svo ég get ekki verið annað en sátt að hinir muni aldrei koma. Aldreialdrei. ALDREI!

En ég meina, enginn er fullkominn svo það er ekki slæmt að vera bara með það svart á hvítu á röntgenmynd hver gallinn hjá mér er. Jessörr.

Engin ummæli: