30.3.12

Fyrir vin minn, litla Kínverjan

Ég held ég þekki engan Kínverja lengur að vísu. Þegar ég var í DTU vann ég verkefni með tveimur stelpum frá Kína, en ég held að þar með sé það upp talið.

Það sem ég vildi samt sagt hafa er að það er ekki nógu mikið af gulum fötum til í heiminum. Gulur er glaður og fallegur litur. Þegar ég var lítil var gulur meira að segja uppáhalds liturinn minn. Það er gaman að halda upp á gulann því að á sumrin er allt morandi í túnfíflum og sóleyjum út um allar jarðir. En hvað sem að lagið segir, þá er "góða appelsínan" sko ekki gul. Ekki nema að "góða appelsínan" sé sítróna sem sé að villa á sér heimildir.

Í gær breytti ég gulum suttermabol í lítið gult pils með gulu blómi og í gult hárband. Saumavélin mín var svo hissa þegar ég sótti hana upp á háaloft að hún pissaði tvinna út um öll gólf.

Nú á frumburðurinn allavegana gul föt og mætti glöð á gulan dag á leikskólanum. Þess má geta að þetta er í þriðja skiptið sem barnið mætir í pils eða í kjól á leikskólann. Hin tvö tilefnin voru afmælið hennar og litlu jólin. Ég er ekki stuðningsmaður þess að senda börn í kjólum og pilsum á leikskólann.. Skraaaambinn nei.

Engin ummæli: