7.3.12

Eldhúsið

Ég gleymdi alltaf að monta mig af leikeldhúsinu sem ég smíðaði úr 2 náttborðum fyrir hana Söru í 2ja ára afmælisgjöf.


Ég held að ekkert dót hafi verið eins mikið notað á þessu heimili og þetta eldhús og mikið afskaplega var gaman að búa þetta til. Það eina sem ég hef út á þetta allt saman að setja er að núna er ég alltaf með einhverja óstjórnlega þörf til þess að smíða og ég á engan bílskúr. Það er ekki endilega kúl að smíða inni í eldhúsi og þurfa að vera með ryksuguna á lofti eftir hvert sag.

Engin ummæli: