6.2.12

Orð sem venst ekki..

"Mömmuhjartað". Ég hef heyrt þetta orð oft í gegnum tíðina og mér finnst það ennþá eins ferlega bjánalegt og þegar ég heyrði það fyrst. "Mömmuhjartað var nú svolítið stollt"... "Mömmuhjartanu var bara illt". Fyrst hélt ég að notkunin á þessu orði væri einangruð við lið í einhvejru undarlegu költi, en síðan þá hafa allskonar kvenmenn sem ég hélt að væru sæmilega heilir á geði farið að sveifla þessu fram eins og þetta meiki sense. Geta konur ekki bara sagst vorkenna lösnum börnum sínum eða að þær séu stoltar af erfingjunum án þess að þurfa að taka hjartað í sér út fyrir sviga og skella "mömmu" fyrir framan og tala um það í þriðju persónu. Þetta er eins og þegar litlir krakkar eru að leika sér með bangsana sína og segja "bangsa langar í kex" til að reyna að kría út kex án þess að sníkja. 

Ætli "pabbahjartað" mæti næst á staðinn? Eða "ömmuhjartað", "afahjartað", "systrahjartað", "frænkuhjartað", "vinkonuhjartað" eða "hundaeigandahjartað"? 

"Mömmuhjartað var rosalega stollt, en pabbahjartað var hins vegar frekar stressað. Afahjartanu var skemmt". 

Póskhjartanu finnst þetta glatað. 

Engin ummæli: