21.1.12

Útsölur

Fór í Kringluna og ætlaði að reyna að finna mér einhver föt. Labbaði út einum og hálfum klukkutíma seinna með afmælisgjöf fyrir guðsoninn og hörfræjaolíu fyrir smásílið. Grínlaust, ég fann ekki neitt. Ekki einu sinni eitthvað sem ég væri til í að kaupa en var of dýrt.. bara ekkert sem mér gæti mögulega langað í. Mátaði eitt pils og einn bol til málamynda, en pilsið reyndist vera ósiðsamlega stutt og bolurinn lét mig líta út fyrir að vera enn ólétta.

Ég held að internetið verði að koma mér til bjargar. Allt til á þessu interneti sko.

2 ummæli:

Vala sagði...

Ég þarf greinilega að koma með þér og smita þig aðeins :D

Osk sagði...

Vala: Þú getur hugsanlega smitað mig af því að fara í Kringluna og Smáralind, en það gerir fötin í búðunum ekkert flottari fyrir mér! :D