23.1.12

Sykurlaus

Nú er ég búin að vera hveiti-, sykur, og rauðakjötslaus í næstum 3 vikur og það er eiginlega bara ekkert mál. Ég á reyndar alveg pottþétt eftir að setja rautt kjöt aftur inn í lok mánaðarins... en kannski ekki unnar kjötvörur. Ædönnó. Ég bý til mitt eigið muslí og mitt eigið brauð (enda ekki hægt að fá brauð úti í búð sem er ekki með neinu venjulegu hveiti) og það er miklu betra á bragðið því ég hrúga öllu sem mér finnst gott í það. Ég er að borða milljón sinnum bragðbetri og skemmtilegri mat. Ég held líka að málið sé að ég er ekkert að chilla í öðru. Er ekkert að þessu til að vera mjó eða neitt svoleiðis, þannig ég borða alveg smjör, ost og möndlur í vörubílsförmum og whatnot.

Í gær kom hins vegar fyrsta skipið sem ég hef átt virkilega erfitt með mig. Ég fór í afmæli þar sem var ein kaka, en annars bara heitar brauðrúllur (bestastabest), snittur með allskonar djúsí áleggjum, kex og ostar. Ég er sko þokkalega meira á heitubrauðrétta- og snittulínunni frekar en kökulínunni. Ég fékk mér nokkrar sneiðar af ostum og vínber, en glápti á brauðdótaríð með slef niður á tær. Ég endaði á því að sækja mér tvær snittur með reyktum laxi og skrapa lax, salatblað og papriku yfir á diskinn minn, en losa mig laumulega við brauðið sem hafði verið undir.

Ég reyndar lýg því. Alltaf þegar Einar opnar kókdós og það kemur þarna "ctsjjjjjjj" hljóðið, þá fæ ég vatn í munninn. Eftir að ég hef hins vegar náð mér yfir opnihljóðið, þá er ég svöl eins og Fonzie.

Engin ummæli: