5.1.12

Svoooona stór

Ég efast um að það sé mikið af börnum sem óska þess heitast að verða meðalmanneskjur þegar þau verða stór. Ætli þau haldi ekki flest að þau eigi eftir að finna eitthvað stórkostlegt upp, vinna rosalegar hetjudáðir eða stjórna landinu. Völd sko, þau eru alveg málið. Munið þið þetta ekki? "Ef ég væri forseti í einn dag myndi ég banna að stríða og gera vörslu á nýrnabaunum refsiverðan glæp....." Skrítið af þessum forsetum hafi aldrei dottið þetta í hug.

Ég er að spá í nákvæmlega hvenær þetta breytist? Hvenær fólk rankar við sér og vill allt í einu frekar vera verkferlastjórar heldur en slökkviliðsprinsessur?

Ég ætlaði alltaf að verða rithöfundur þegar ég yrði stór. Alveg frá því að ég ákvað fyrst hvað ég vildi verða. Svo rokkaði það á milli rithöfundar og tölvunarfræðingar. Getiði hvort vann :)

Annars hefur verið áhersluskipting hjá mér svona í seinni tíð. Núna ætla ég bara aðallega að einbeyta mér að því að vera hamingjusöm frekar en að eiga risa stórt hús og verða forseti sem bannar nýrnabaunir. Ég er svolítið að spá í að reyna að sannfæra erfingjana líka um að það sé það besta til að verða þegar þær eru stórar.

Engin ummæli: