24.1.12

Snjór

Væri hrifnari af þessu heeeeelvíti ef þetta þýddi ekki að ég væri alltaf svo gott sem snjóuð inni :P Hef ekki mikið komist í vagnalabbitúra það sem af er þessu ári og sjaldan geta sótt sílið á leikskólann þar sem það er ekki vagna/kerrufærð og ég vil ekki hafa smásílið í burðarpoka ef ég gæti dottið í hálku. Puff.

Eh.. ég ætti kannski að taka fram að pabbi hennar sækir hana á leikskólann. Hún er ekkert búin að hanga þar síðan í byrjun mánaðarins :)

3 ummæli:

Oskar Petur sagði...

En snjóþota? Vörks for mí!

Osk sagði...

Heyrðu, við gerðum tilraun um daginn og það var ekki einu sinni snjóþotufært akkúrat í götunni okkar. Fyrir utan það virkar snjóþota fínt fyrir þessa tveggja ára, en er erfiðari fyrir þessa litlu, þó það sé belti á henni. Hún er ekki alltaf alveg 100% á því að sitja, svo snjóþotuhosserí myndi eflaust enda í því að hún dytti ítrekað á beint á smjörið í sköflum.

Osk sagði...

Til glöggvunar: ...belti á snjóþotunni. Ekki smásílinu.