19.1.12

Regnboginn

Í gær nýtti ég kvöldið í að fara á vinnufund um gildi leikskólans hennar Söru, Regnbogans. Það var svona þjóðfundarbragur á þessu og foreldrar, starfsmenn og meira að segja foreldrar sem áttu börn sem eru farin af leikskólanum skiptust niður á borð, skrifuðu niður stykkorð, rökræddu og unnu með allskonar hugtök. Mikið fannst mér gaman að geta verið þátttakandi í þessu.

Þessi leikskóli er svo frábær að ég má vart mæla og öðrum foreldrum finnst það bersýnilega líka, þar sem að fólk berst um að fá að vera í foreldraráði og það eru varamenn í öllum hornum. Fyrst fannst mér pínulítið fyndið í haust að ekki-alveg-orðið-tveggja-ára barnið mitt væri að fara að vinna hópverkefni í stöðvavinnu, vera á tónlistarnámskeiði og svona, en svo er þetta bara allt saman algjör snilld. Litla sílið slær oft fram ansi háfleygum orðum sem hún hefur lært þarna og er afskaplega ánægð, glöð og sátt við leikskólann sinn.  Meira að segja maturinn er allur gerður frá grunni, brauð bökuð á staðnum o.fl. og Reggio Emilia stefnan sem farið er eftir þarna er frábær. Ég sé sko ekki eftir því að hafa sótt um þarna þegar Saran var 2ja mánaða og finnst alveg æðislegt að Ernan eigi eftir að leikskólast þarna líka í náinni framtíð.

Gleðigleði

Engin ummæli: