28.1.12

Nachos

Í gær fékk ég einhverja gífurlega þörf fyrir að sukka yfir Sherlock þætti/mynd/whaevs. Ég fékk einhverja vitrun um að nachos getur sko verið hveiti- og sykurlaust sukk, en það þarf að lesa aftan á pokann til að vera viss. Sumar týpur, eins og t.d. Doritos eru frá USA (eða er það ekki örugglega?) og þá væri það á móti lögum að setja hvorki sykur né HFCS í. Ég komst líka að því að það er möguleiki á að kaupa salsasósu og ostasósu án þess að það sé búið að setja sykur út í, svo ég bjó mér til ofurídýfu með því að jukka áðurnefndum sósum saman við mozzarella ost og setja inn í ofn *homerslef*. Sumir eru þeim ranghugmyndum gæddir að það eigi að nota rjómaost en ekki ostasósu. Veit ekki alveg hvaðan það kemur.

Allavegana. Ég komst að því að Einar borðar nachos sem snakk og vill helst ekkert vera að blanda neinum sósum eða ídýfum í málið. Ég nota hins vegar nachos sem ætilegar skeiðar til þess að skófla upp í mig ídýfum. Noooom nachos-ídýfur.. Guacamole, salsa, ostasósa og svona ofnajukkisósa.

Einhverra hluta vegna hef ég aldrei komist í sama gír með old school kartöfluflögurnar. Fyrir það fyrsta finnst mér þær ekki eins góðar og svo eru mæjónessósurnar ekkert að gera eins gott mót.

Engin ummæli: