4.1.12

Jólaáhlaup

Um jólin voru gerðar ítrekaðar árásir á meltingakerfið hjá mér í formi veislumáltíða, smákakna (heh. Fyndið orð) og sætinda. Á meðan ég var að gúffa í mig quality streetið sem eiginmaðurinn krefst þess að kaupa í 20 kílóa tunnu fyrir jólin, gerði ég mér allt í einu grein fyrir því að mér finnst það ekki einu sinni gott. Eða.. það eru nokkrir góðir molar, en restin er ekkert spes þó svo hún endi á því að vera étin. Það er ekkert smá tilgangslaust að borða vont nammi. Ég varð fyrir samskonar vitrun í fyrra í sambandi við Nóa konfektið. Það er barasta ekkert gott. Eins ljóst súkkulaði og það verður með allskonar yfirsætum kremfyllingum. Puh.

Já.. allavega. Ég týndi mér aðeins. Mér líður bara ekkert vel í kerfinu eftir öll þessi áhlaup og í gær tók ég svo ákvörðun um að chilla aðeins í rauða kjötinu í nokkra daga og taka út hvítt hveiti og sykur í amk mánuð. Nokkrum mínútum eftir að ég hef nelgt þessa ákvörðun niður er mér boðið í barnaafmæli næstu helgi. Stuttu síðar var mér boðið í annað barnaafmæli.. líka næstu helgi.

Hverjar haldið þið að séu líkurnar á afmælum sem eru laus við hvítt hveiti og sykur? Heh. Hélt það :) Ég er eiginlega að íhuga að vera bara dónaleg og sleppa því að meðvirknisborða, svona svo ég geti látið betur reyna á þessa tilraun hjá mér.

Engin ummæli: