3.1.12

Eitt pósk á dag

Ég er að spá í að skrifa eitt pósk á dag amk það sem eftir lifir af þessum mánuði. Þetta er pósk dagsins í dag.


Nei djók. Ætla alveg að segja eitthvað meira.

Hafið þið tekið eftir því hvað Íslendigar eru rosalega uppteknir af því þegar einhver sem er ekki Íslendingur talar um Ísland (hvað eru mörg Ísl í því?). Núna eru t.d. allir að pósta þessu myndbandi á facebook.Ekki það að það séu ekki til maaaargir, margir verri hlutir til að pósta en QI. Stundum koma líka fréttir á mbl eða eitthvað innihaldi í ætt við "Einhver eldri kona sem býr í Winnipeg í Kanada og heldur ferðablogg skrifaði að það væru góðar pulsur á ÍSLANDI".  Seinna í fréttinni stendur eitthvað í líkingu við að hún hafi lýst því yfir að það eina sem hún hafði út á landið að setja væri lélegar almenningssamgöngur. Svo ef það er kíkt á linkinn á bloggið hjá gömlu konunni er allt í einu allt morandi í kommentum frá Íslensku fólki, annað hvort á íslensku og í líkingu við "ÍSLAND ER BEST!!!!!!!!" eða fólk að rakka gömlu konuna niður fyrir að dissa Ísland (lesist: almenningssamöngur á ÍSLANDI) þrátt fyrir að viðkomandi hafi örugglega biddsjað yfir strætó á hverjum degi síðan hann/hún hafði aldur til að biddsja.

Ókay.. Það er engin gömul kona svo ég viti til, frekar en það er skeið. Þetta er bara einfölduð dæmisaga sem sýnir hvað ég á við þrátt fyrir að vera röng á allan hátt.

Litla barnið vaknað... hef ekki tíma til að edita. Gott á ykkur! :)

2 ummæli:

Vala sagði...

Úhú ég var búin að gefa upp alla von, síðan einkornis pælingarnar voru :D Svo kíkji ég núna og bara tooonnn af póskum :D vúhúhú

Osk sagði...

Vala: Áttu ekki við unicone? :D