20.1.12

Boost

Ég er ekki morgunmatarðdáandi. Í gegnum árin hef ég tamið mér að borða morgunmat, en hef alltaf átt hálf erfitt með það. Brunch hins vegar.... Þá værum við sko að tala saman.

Núna er ég komin með brilliant lausn. Ég fæ mér búst/boost/boozt/búúúhhhhszht í morgunmat. Það er æði. Ég sulla öllu þessu holla sem kona ætti að borða út í, eins og möndlumjólk, lýsi (með sítrónubragði sko), chia fræum, husk og spínati... svo set ég einhverja djúsí ávexti og whooolah. Morgunmatur sem ég er ekki að pína ofan í mig,  er bara með bústáferð, en ekki slepju chiafræjaáferð og smakkast eins og ávextir, en ekki lýsi og husk.

Mér líður alltaf eins og brjáluðum vísindamanni þegar ég set megagígaofurblandarann sem tengdó gáfu okkur í jóló af stað. Hann er svo megagígaofur að einu sinni gleymdi ég að setja lokið á og það sullaðist ekki einn dropi upp úr á meðan bústið var bústað. Sumarbústað. Hahaha.. fyndin ég.

Svo er það bara búst í glasi í vinstri og moka hirsigraut ofan í litla barnið með hægri. Bestun!

2 ummæli:

Oskar Petur sagði...

Lýsi?!? F"#&%íngs OOOOJJJJJ!!!!

Osk sagði...

Óskar Pétur: Hefur þú smakkað svona lýsi með sítrónubragði? Það eina sem er krípí við það ef það er tekið bara með skeið er olíuáferðin. Það er svona milt sítrónubragð af því og ekkert annað bragð. Ég get ekki sagt þér hvað ég hef hugsað fallega til fólksins sem þróaði þessa vöru