28.8.11

Vinsæl

Ég held ég hafi aldrei verið eins vinsæl eins og þegar við ákváðum að skrá borðsofuborðið og stólana okkar til sölu á bland. Endalaust af ókunnugu fólki að senda mér skilaboð og biðja mig um símanúmerið mitt og bjóða mér gull, græna skóga og frumburðinn í skiptum fyrir góssið. Ég skráði inn auglýsingu seint á föstudagskvöldið og milljónþúsund skilaboðum og 13 klukkutímum seinna var allt heila klabbið komið út í bíl hjá kaupanda og gólfið þar sem þetta stóð orðið berrassað. Ég elska þetta auða pláss. Ég sagði við Einar áðan að mér þætti það vera eins og óopnaður pakki. Þegar ég horfi á það, sé ég fyrir mér alla stórkostlegu möguleikana.

Við sem sagt ákváðum að massíft eikarborðstofuborð og feitir, svartir stólar væru aðeins of plássfrekir og vildum aðeins létta á þessu. Fá fleiri liti og meira stuð. Úfff hvað ég hlakka til. Okkur liggur svo sem ekkert á að finna replacement.. Gefum þessu bara svolítinn tíma og finnum eitthvað fínt. Þangað til á ég óopnaðan pakka sem brosir til mín alltaf þegar ég kem inn í stofu. Glorious!

Engin ummæli: