3.8.11

Stígvélamurphy

Ég held ég sé með slæmt skókarma. Ég kaupi mér sjaldan skó og þegar það gerist geng ég í þeim þangað til þeir deyja og stundum svolítið eftir það. Þramma um á einhverju sem voru einhvern tímann skór þar til að ég verð hrædd um að þeir fari á stjá sjálfir einhverja nóttina og reyni að éta úr mér heilann. Ókay.. kannski smá ýkjur. Basically, þá finnst mér leiðinlegt að versla skó og mér gengur illa að finna skó sem ég fíla og passa vel. Þegar ég kaupi skó sem ég fíla, þá held ég eins fast í þá og ég get, því að ég er viss um að næstu skór verði ekki svona stórkostlegir.

Áðan fór ég í eftirskoðun eftir fæðingu. Rennilásinn á öðru stígvélinu mínu festist og varð ekki haggað svo ég þurfti að gangast undir skoðun í einu stígvéli, einni sokkabuxnaskálm og einni nærbuxnaskálm. Hresst!

Er alvarlega að spá í að kaupa mér ný stígvél...

2 ummæli:

Dal sagði...

Hahaha :´D

Vala sagði...

hahhahahhahahahahahhahahaaha *anda* hahahhahahahhaha :D en já kaupa nýja skó er alveg málið greinilega :D