31.7.11

Snilldarlausn!


Ég veit ekki hvað ég hef drepið mörg blóm í gegnum tíðina. Allavegana ____________________ svona mörg, ef ekki fleiri. Eftir að hafa fengið mig fullsadda af blómamorðum reyndi ég að halda kaktusa á heimilinu. Einhvern tímann heyrði ég að það væri nánast ógerlegt að myrða kaktusa, en ég held að manneskjan sem hafi fleygt því fram hafi ekki haft neinn metnað eða þolinmæði. Það er alveg vel hægt. Ég er frekar ný búin að drepa þrjá með því hundsa þá algerlega og drekkja þeim svo í athygli og vatni til skipts.

Ég var svona næstum því búin að sætta mig við að mér væri ekki ætlað að eiga gras í potti þegar mér datt snjallræði í hug. Ég PRJÓNA bara friggin' kaktusa. Ég sé ekki fyrir mér að ég geti myrt þá öðruvísi en að kveikja í þeim. So.. it's on.

Þetta er tilraunaverkefni sem fer í gang núna í vikunni.. Svo fer teljarinn í gang og við munum komast að því hversu lengi prjónakaktusar lifa á þessu heimili.

Engin ummæli: