26.7.11

Og síðan... dramasaga.. creative writing

Ég er að spá í að skrifa kvörtunarbréf til Hagkaupsliðsins. Helvítis fíflin ákváðu að hafa opið allan sólahringinn í Skeifunni og það hefur eyðilagt vikuna hjá mér. Allavega vikuna. Kannski mánuðinn.

Ég gat ekki sofið í gærnótt. Eftir að hafa horft á klukkuna í þrjá klukkutíma og hugsað ef ég sofna NÚNA næ ég að sofa í 5 tíma.. 4 tíma.. 3 tíma.. fór ég fram úr. Ég rak köttinn úr hægindastólnum og fór á feisið. Enginn skemmtilegur online. Kötturinn horfir á mig ásakandi augum í nokkrar mínútur og fer svo inn á baðherbergi og tætir síðustu klósettpappírsrúlluna í öreindir. Frábært, hugsaði ég á meðan ég var að sópa upp klósettpappírstæjunum. Ég get ekki sofið, ég er beitt tilfinningalegu ofbeldi af ketti og það er ekki til súkkulaði.

Mér fannst það allt í einu vera brjálæðislega góð hugmynd að hringja mig bara inn veika í vinnunni næsta morgun, skella mér í Nammiland og taka Friends maraþon með passive-aggressive kött í fangin þangað til ég sofnaði.

Það er enginn að versla í kl. 4 á miðvikudagsmorgni, right? Right! Ég skellti mér í síðerma bol yfir hlírabolinn og fer út á náttbuxunum með úfið hárið. Þegar ég kem að kassanum með nammi, kók og klósettpappír í körfunni mæti ég fyrrverandi. Með nýju kærustunni. Þessari sem hann byrjaði með á meðan við vorum ennþá trúlofuð. Hún í eins bol og ég, nema í miklu minni stærð en minn.

Helvítismoðerfokkinghagkaup....

3 ummæli:

Dal sagði...

Hahahaha snild :D þú ert að grínast samt?? Þú ert samt þá örugglega búin að taka út öll 2011 leiðindin á einni nótt ;)

Osk sagði...

Haha já.. Bara creative writing, ekki sjálfsæfisögulegt

Dal sagði...

Haha vá ok :)

catchpa: puperm