15.7.11

Mömmupósk

Ég á tvær stelpur - eina litla og eina enn minni, samtals c.a. 14 kíló af börnum samkvæmt nýjustu mælingum.. Þær eru það flottasta og besta sem ég (ókay.. við Einar) á og hef búið til og ég get svo svarið það að á þessum 21 og hálfa mánuði sem ég hef verið mamma hef ég brosað og hlegið meira heldur en síðustu 10 ár til samans.

Sú eldri, Sara, fæddist eftir að það var búið að dæla í mig allskonar gangsetningarlyfjum og sýklalyfjum í æð og svo mænurótadeyfa frá mér allt vit eftir að eiginmaðurinn var farinn að óttast um líf mitt. Á þeirri stundu var ég að spá í að kjósa mænurótardeyfingu til forseta í næstu forsetakostningum og Sara er eiginlega bara heppin að hafa ekki verið skírð Epiduralía. Það hlýtur að falla að íslenskum beygingarmyndum og allt. Ég meina.. það má skíra stelpur Analía sem er mjög spes. Ég held svona að tvennu illu, þá væri Epiduralía bara skárra.

Sú yngri, Erna, fæddist nokkuð sársaukalaust með aðstoð sjálfsdáleiðslu (hypnobirthing), ilmkjarnaolía og nálastungu. Svo fæddist hún í vatni.. í "sigurkufli". Talsvert betri lífsreynsla, þó svo að allt vesenið hefði verið ansi fljótt að gleymast eftir að ég fékk eldra sílið í fangið.

Hvor um sig hefur verið alveg sérstaklega vel heppnuð frá fyrsta degi, líklega aðalega vegna þess að við Einar erum með svo rosalega góð gen. Það verður svo bara hörkufjör næstu ár held ég..

//Jæja.. búin að mamma yfir mig í bili.. As you were.

Engin ummæli: