25.1.11

Mér er ekki illa við hunda...

...þó svo að það komi nú alveg fyrir að mér sé illa við hundaeigendur. Það eru nú einu sinni þeir sem bera ábyrgð á því að ala dýrin upp, hafa þá í ól á réttum tíma og allt það.

Hundar eru alveg prýðilegir og oft hressir og góðir til klapps. Best kann ég við hunda sem eiga heima í sveitinni, þar sem þeir geta verið eins miklir hundar og þeir vilja, og þeir þurfa ekki endilega að hanga inni í 8-9 klst á dag til þess að bíða eftir því að mega fá að bregða sér út að pissa. Í sveitinni eiga þeir sér kannski sitt eigið þvottahús sem þeir geta farið inn í og út úr eins og þeim sýnist, eins og gamall félagi hann Þvottahús-Vaskur átti forðum. Hann var slíkur öðlingshundur að hann bauð líka öðrum upp á að nýta það til hefðbundinna þvottahúsverka.

Einhvern tímann las ég að hundar ættu helst að fá tvo góða 40-60 mín göngutúra á dag (óháð veðri), einn á morgnana fyrir vinnu og einn eftir vinnu. Að vísu er ég kannski ekki alveg marktæk, þar sem að ég þekki það ekki marga sem eiga hund, en engin af þeim fer með hundinn sinn í einn klukkutíma labbitúr á dag, hvað þá tvo. Ég skil það svo sem alveg.. ég efast um að ég myndi nenna þessu sjálf, en það er líka stór ástæða fyrir því að ég á ekki hund. Ég myndi ekki nenna því að gera allt sem þyrfti að gera fyrir hann og svo er fjölskyldan meira og minna með ofnæmi, svo það væri ekki auðvelt að planta honum í pössun ef við vildum skella okkur til útlanda eða eitthvað.

Nei, ég á ekki hund og ætla ekki að fá mér hund. Getur einhver útskýrt það fyrir mér hvers vegna ég þarf þá að hlusta á þrjú stykki gelta þegar þeir fatta að þeir séu einir heima eða sjá annan hund, manneskju, kött, fugl, fiðrildi, tré eða eitthvað annað? Finnst einhverjum þetta í alvörunni rosalega heimilislegt og kósí?

3 ummæli:

Dal sagði...

Elska hunda!! :D Tek að mér einmitt að labba með hunda sem fólk nennir ekki að labba með sjálft. Í mínu himnaríki verður ekkert fólk að staðaldri. Bara hundar. Fólk velkomið í stuttar heimsóknir en annars bara hundar :)CAPTCHA: bingle

Oskar Petur sagði...

...enda eigum við bara kisu. Langbest og einfaldast.

Oskar Petur sagði...

Hehe, fyrsta síðan sem ég fletti eftir síðasta komment er vísir.is og hvað skyldi vera fyrsta frétt:

http://visir.is/hundastrid-a-selfossi--svefnvana-leigubilstjori-berst-gegn-hundahaldi/article/2011617761827