27.10.10

Vinalegir sokkar

Einar gaf mér m.a. heimasokka í afmælisgjöf. Mynnir að þeir heiti my cuddly socks eða eitthvað álíka. Þeir eru rauðir og eru eins og bangsaknús, nema fyrir fætur. Ég myndi sko vita það, því ég hef verið knúsuð af tveggja metra háum bangsa í Lyngby Storcenter og það upp úr þurru. Ég mætti honum bara á labbinu og hann stökk fram og knúsaði mig og knúsaði svo Einar á reboundinu. Hann knúsaði að vísu ekki á mér fæturna, en með vísindalegum vísindaágiskunum get ég gefið mér að þetta sé satt.
Svo eru þeir líka með svona plasti undir sér eins og eru á skriðsokkabuxunum hennar Tarantino (Fimm tennur -> Quin-tönn -> Quentin  -> Tarantino). Núna eru þær notaðar sem labbisokkabuxur samt. Reglur beygðar.

Fyrst þegar ég fór í þá eyddi ég góðum tíma í að hlaupa og gera svona eins og ég ætlaði að slide-a sem gerðist svo ekki því sokkarnir eru með mad-skillz í anti-rennivörn. Núna dilla ég aðalega bara tánum og klappa plastinu þegar ég er í þeim, því það er þægilegt undir fingrum. Minnir mig á hökin á F og J á lyklaborðum, en það er akkúrat svo vinalegt að renna fingurgómunum yfir þau.
Já, þessir sokkar eru sko ekki að ... sokka.

2 ummæli:

oskar@fjarhitun.is sagði...

Af hverju er textinn leiðréttur í þessari færslu en ekki "Sérstakt K"-færslan?

Osk sagði...

Óskar: Vá, ég veit ekki. Þetta er líka búið að vera að bögga mig. Leiðréttir heldur ekki næstu á eftir. Kannski að blogger finnist þetta tiltekna pósk bara almennt vera rangt!