23.10.10

Sérstakt K

Ég elska Kellogg's Special K auglýsingarnar. ELSKA. Þær eru svo súríalískt yndislegar. Uppáhaldið mitt er þessi með konuna sem hafði með aðstoð Sérstaks K (sem inniheldur meiri sykur en flest önnur morgunkorn by the way) grennst nægilega mikið til að passa í gamlar buxur og allar vinkonur hennar klappa fyrir henni fullar aðdáunar þegar hún labbar niður stigann. Ég get svo svarið það að ein er á svipin eins og hún sé að horfa á lítinn kóp sem er ný búinn að bjarga lífi hvolps með því að gefa honum hjartahnoð og taka sig svo til og leysa hungurvandamál heimsins á meðan hann snýr sér við og skoppar í burtu.

Borðaðu Sérstakt K í öll mál og þú eignast snarklikkaðar vinkonur sem halda að þú sért selur! Frekar undarleg skilaboð verð ég að segja...

2 ummæli:

Dal sagði...

Hehe það er virkilega eins og fólkið í þessum auglýsingum sé á Special K :D kannski einhver húmor hjá leikstjóranum...

staðfestingarorðið var screp... hvað er screp??

Osk sagði...

Dal: High on Special K. Ég gæti grenjað úr hlátri yfir þessum auglýsingum. Þær eru YNDI!

Screp? Ég fann bara svar í urban dictionary :P Veit ekki meir