27.10.10

Vinalegir sokkar

Einar gaf mér m.a. heimasokka í afmælisgjöf. Mynnir að þeir heiti my cuddly socks eða eitthvað álíka. Þeir eru rauðir og eru eins og bangsaknús, nema fyrir fætur. Ég myndi sko vita það, því ég hef verið knúsuð af tveggja metra háum bangsa í Lyngby Storcenter og það upp úr þurru. Ég mætti honum bara á labbinu og hann stökk fram og knúsaði mig og knúsaði svo Einar á reboundinu. Hann knúsaði að vísu ekki á mér fæturna, en með vísindalegum vísindaágiskunum get ég gefið mér að þetta sé satt.
Svo eru þeir líka með svona plasti undir sér eins og eru á skriðsokkabuxunum hennar Tarantino (Fimm tennur -> Quin-tönn -> Quentin  -> Tarantino). Núna eru þær notaðar sem labbisokkabuxur samt. Reglur beygðar.

Fyrst þegar ég fór í þá eyddi ég góðum tíma í að hlaupa og gera svona eins og ég ætlaði að slide-a sem gerðist svo ekki því sokkarnir eru með mad-skillz í anti-rennivörn. Núna dilla ég aðalega bara tánum og klappa plastinu þegar ég er í þeim, því það er þægilegt undir fingrum. Minnir mig á hökin á F og J á lyklaborðum, en það er akkúrat svo vinalegt að renna fingurgómunum yfir þau.
Já, þessir sokkar eru sko ekki að ... sokka.

23.10.10

Sérstakt K

Ég elska Kellogg's Special K auglýsingarnar. ELSKA. Þær eru svo súríalískt yndislegar. Uppáhaldið mitt er þessi með konuna sem hafði með aðstoð Sérstaks K (sem inniheldur meiri sykur en flest önnur morgunkorn by the way) grennst nægilega mikið til að passa í gamlar buxur og allar vinkonur hennar klappa fyrir henni fullar aðdáunar þegar hún labbar niður stigann. Ég get svo svarið það að ein er á svipin eins og hún sé að horfa á lítinn kóp sem er ný búinn að bjarga lífi hvolps með því að gefa honum hjartahnoð og taka sig svo til og leysa hungurvandamál heimsins á meðan hann snýr sér við og skoppar í burtu.

Borðaðu Sérstakt K í öll mál og þú eignast snarklikkaðar vinkonur sem halda að þú sért selur! Frekar undarleg skilaboð verð ég að segja...

2.10.10

Ojjjjbara

Ég fékk ógeðslegustu gubbupest sem sögur fara af. Mæli að minnsta kosti ekki með henni við neinn, nema kannski... Nei, vitiði, mér dettur ekki í hug neinn sem mér er nægilega illa við. Ekki einu sinni til að djóka með.

Ég gubbaði svona 20 - 25x aðfaranótt föstudagsins. Maginn var löngu orðinn tómur svo það kom bara gall og vatn undir það síðasta. Meiri viðbjóðurinn. Daginn eftir var ég svo máttlaus að ég fann ekki orku til þess að standa upp og senda vinnunni email og segja þeim að ég kæmist ekki í vinnuna því ég héldi að ég væri dáin. Sem betur fer var síminn minn við hliðina á mér. Þetta var líka afmælisdagurinn hennar Söru. Ég er ekki enn búin að knúsa hana til hamingju með daginn, því ég vil ekki smita hana af þessum óbjóði. E er samt nokkrum sinnum búinn að koma með hana inn í herbergi til mín og láta hana tosa í tánna á mér og spjalla við mig úr fjarlægðá milli þess sem ég barma mér í einhverju móki.

Ég held að mér sé að batna. Ég er í það minnsta búin að skríða fram úr rúminu og niður í sófa. Áðan borðaði ég líka samloku með banana og gubbaði henni ekki næstum því strax aftur. It's all looking up now.