26.9.10

Stephen Potter

Mér hefur alltaf þótt Stephen Fry töff. Okay, kannski ekki töff. Nei, töff er alveg pottþétt ekki rétta orðið. Sniðugur og klár. Fyndinn. Mælskur. Stórmerkilegur. Eitthvað svoleiðis.

Hmmm.. orðum þetta svona: Þegar ég setti saman lista af fimm einstaklingum sem ég myndi velja í task-force til þess að bjarga heiminum valdi ég Sir. Samuel Vimes, Beatrix Kiddo, Conan the barbarian, Gandalf og Stephen Fry.

Þegar ég prufaði að nota twitter hélt það mér gangandi í svona viku aukalega að Stephen Fry bætti mér við á listann sinn.

Ég ólst upp við að horfa á A Bit of Fry and Laurie og Jeeves and Wooster og í seinni tíð hef ég horft meira og minna á allt sem hann kemur nálægt. QI þættirnir hans eru náttúrulega bara yndislegir. Í heimildarmyndinni sem var gerð í tengslum við 50 ára afmælið hans sagði einn viðmælandi m.a. að Stephen Fry væri eini maðurinn sem Bretar gætu fyrirgefið fyrir að vera afburðargáfaður.

Okay.. ógeðslega langur inngangur að því sem ég ætlaði að segja. Ég hef nokkrum sinnum hlustað á bandarísku útgáfuna af Harry Potter hljóðbókunum. Það er alveg ferlega þægilegt að sofna út frá þessu og það er ekkert verra að hafa hlustað á þetta áður og þurfa ekki að stressa sig á því hvert kona var eiginlega komin þegar hún byrjar aftur síðar. Eftir fjölda ára umhugsun ákvað ég að gefa bresku útgáfunni séns, en Stephen Fry les hana. Einhvern veginn efaðist ég um að nokkur maður gæti verið eins góður í þessu og Jim Dale. Til að byrja með var ég ekki alveg seld á þetta, en núna er ég eiginlega alveg búin að skipta um skoðun. Stephen Fry er ekki eins magnaður í að gera mismunandi raddir fyrir persónurnar, en fyrir utan það er hann barasta betri sem ég hélt ekki að væri mögulegt.

Svei mér þá ef maðurinn getur ekki bara gert allt vel annað en að dansa!

Engin ummæli: