24.9.10

Ég var að fatta...

Ég efast um að einhver ykkar hafi haldið út að kíkja hingað reglulega. Ekki það að ég hafi ekki neina trú á ykkur, heldur meira það að það liðu 2500 ár munið þið. Svo þurfti ég líka að breyta, svo ef einhver er svo ógeðslega sniðugur að nota RSS feed, þá hefur það dottið úr sambandi.

Þetta þýðir að ég get sagt allt sem ég vil og enginn mun nokkurn tímann komast að því... amk fyrr en að það verður smellt í gúglið "rassafés" eða "appelsínueldflaug" sem ætti nú að skila viðkomandi beint hingað.

Anywho. Stutt í helgi og bara vika í að sílið mitt verði eins árs. Það er merkilegra en þið gerið ykkur grein fyrir. Eiginlega alveg ógeðslega mikið merkilegt.

4 ummæli:

Natti sagði...

Kíki alveg af og til í von um að e-ð hafi komið nýtt.
Átti ekki alveg von á nýju looki og öllum pakkanum samt.

Vala sagði...

ég veit ekkert hvað RSS er :D en veiiii Sílið að verða eins árs :D :D veiiiii :D :D

Osk sagði...

Natti: Heyrðu, þetta er eitthvað staðlað template. Þeir vildu ekki púkka upp á mitt template lengur heldur. Allir á móti mér. Fer að taka þetta persónulega.

Vala: Já, þetta er ekki mikill smáfiskur lengur!

Dal sagði...

haha snild, mér brá!.. kíki altaf reglulega. Hélt að ég hafði urlað vitlaust :P