11.2.10

Skrapp... í stofuna

Ég er byrjuð að skrappa og mér finnst það lúðalegt. Einar segir að ég sé lúði fyrir að finnast það lúðalegt. Sem sagt - hvernig sem á þetta er litið, þá er ég lúði. Mér finnst þetta svo gaman að ég er að tapa mér í lími og pappaörkum. Ef ég passa mig ekki á ég eftir að ranka við mér einn daginn, hlæjandi og prumpandi með glimmerstauk í hendinni. Allir vita að glimmer er herpes arts and crafts, bæði vegna þess að það er verulega smitandi og líka vegna þess að það er svo erfitt að ná því af sér. Ég þverneita t.d. að kaupa glimmerjólaskraut, því að það sáir sér og sér til þess að það verði jól fram undir sumar.

Já. Allavegana... Skrapp! Ég er að gera albúm með svona nokkrum merkilegum atburðum í lífinu hennar Söru alveg frá því að hún myndaðist bara með hjálp sónar. Ég nota frjálsar aðferðir, vegna þess að mér finnst leiðinlegt að lesa leiðbeiningar. Ég er viss um að ef sjóaður hefðarskrappari myndi sjá þetta hjá mér, þá myndi viðkomandi öskra að mér ókvæðisorð og fara svo beinustu leið í skrapptöskuna sína og draga fram vígt vatn sem yrði svo skvett yfir mitt skrapp. Ég er hins vegar verulega montin af útkomunni og finnst alveg gífurlega fínt að hafa loksins einhvern stað til að geyma armböndin okkar Söru frá fæðingardeildinni og skírnarkortin hennar og svona.

2 ummæli:

lauga sagði...

Þú ætlar þá ekki að drífa þig á svona skrapp samkomur? :-P

Osk sagði...

Lauga: Nei, ég hugsa ekki. Allavega ekki neitt á næstunni :)