2.2.10

Aumingja Susan. FYRIRGEFÐU! Í caps. Því dauðinn talar þannig.

Ég.. okay.. VIÐ eigum laptop sem heitir Susan. Við erum með Discworld nafnaþema og hann er svartur og með glansandi lok. Það sökkar að eiga glansandi lok. Það er betra að eiga matt lok. Hahahha.. góður Matlock brandari þetta. Djöfull hefði Matlock rústað Jessicu Fletcher í slag. Líka Superman því að hann er lawful good og hefði ekki kunnað við að lemja á móti. Ekki Batman samt því að hann hefði sko ekkert hikað við að kýla gamlan mann í miltað ef það þjónaði einhverjum tilgangi.

Já.. allavega.. Susan! Susan því að hann er svartur og glansandi eins og Svarthöfði eða DEATH (í caps af því að hann talar þannig). Mér fannst ekki viðeigandi að skíra tölvuna DEATH og Mort var náttúrulega bara lewser, svo að hún heitir Susan. Susan er með Windows Vista og mér finnst það leiðinlegt. FYRIRGEFÐU SUSAN (ég er að tala eins og DEATH sko. Ég er ekki að vera fáviti sem gleymir caps. Hahha. Minnir mig á þarna "It's called capslock, it's on the far left on your keyboard" >> "THANKS! TYPING IS MUCH EASIER NOW". Sá gaur var ekki að tala eins og DEATH. Hann var bara hástafafáviti).

Ég myndi ekki óska því á neinn að festast með Windows Vista.

Engin ummæli: