11.2.10

Soja jógúrt

Ég var að borða soja jógúrt. Ég er að spá í að skrifa soja jógúrt framleiðendunum og leggja til að þeir setji oj partinn í hástafi.

Skrapp... í stofuna

Ég er byrjuð að skrappa og mér finnst það lúðalegt. Einar segir að ég sé lúði fyrir að finnast það lúðalegt. Sem sagt - hvernig sem á þetta er litið, þá er ég lúði. Mér finnst þetta svo gaman að ég er að tapa mér í lími og pappaörkum. Ef ég passa mig ekki á ég eftir að ranka við mér einn daginn, hlæjandi og prumpandi með glimmerstauk í hendinni. Allir vita að glimmer er herpes arts and crafts, bæði vegna þess að það er verulega smitandi og líka vegna þess að það er svo erfitt að ná því af sér. Ég þverneita t.d. að kaupa glimmerjólaskraut, því að það sáir sér og sér til þess að það verði jól fram undir sumar.

Já. Allavegana... Skrapp! Ég er að gera albúm með svona nokkrum merkilegum atburðum í lífinu hennar Söru alveg frá því að hún myndaðist bara með hjálp sónar. Ég nota frjálsar aðferðir, vegna þess að mér finnst leiðinlegt að lesa leiðbeiningar. Ég er viss um að ef sjóaður hefðarskrappari myndi sjá þetta hjá mér, þá myndi viðkomandi öskra að mér ókvæðisorð og fara svo beinustu leið í skrapptöskuna sína og draga fram vígt vatn sem yrði svo skvett yfir mitt skrapp. Ég er hins vegar verulega montin af útkomunni og finnst alveg gífurlega fínt að hafa loksins einhvern stað til að geyma armböndin okkar Söru frá fæðingardeildinni og skírnarkortin hennar og svona.

2.2.10

Aumingja Susan. FYRIRGEFÐU! Í caps. Því dauðinn talar þannig.

Ég.. okay.. VIÐ eigum laptop sem heitir Susan. Við erum með Discworld nafnaþema og hann er svartur og með glansandi lok. Það sökkar að eiga glansandi lok. Það er betra að eiga matt lok. Hahahha.. góður Matlock brandari þetta. Djöfull hefði Matlock rústað Jessicu Fletcher í slag. Líka Superman því að hann er lawful good og hefði ekki kunnað við að lemja á móti. Ekki Batman samt því að hann hefði sko ekkert hikað við að kýla gamlan mann í miltað ef það þjónaði einhverjum tilgangi.

Já.. allavega.. Susan! Susan því að hann er svartur og glansandi eins og Svarthöfði eða DEATH (í caps af því að hann talar þannig). Mér fannst ekki viðeigandi að skíra tölvuna DEATH og Mort var náttúrulega bara lewser, svo að hún heitir Susan. Susan er með Windows Vista og mér finnst það leiðinlegt. FYRIRGEFÐU SUSAN (ég er að tala eins og DEATH sko. Ég er ekki að vera fáviti sem gleymir caps. Hahha. Minnir mig á þarna "It's called capslock, it's on the far left on your keyboard" >> "THANKS! TYPING IS MUCH EASIER NOW". Sá gaur var ekki að tala eins og DEATH. Hann var bara hástafafáviti).

Ég myndi ekki óska því á neinn að festast með Windows Vista.