1.1.10

Veðurfréttir

Ég hef aldrei almennilega áttað mig á því hvers vegna það eru sagðar fréttir af því hvernig veðrið var í dag ef það var á annað borð til friðs.

"Í dag var veður og þið sáuð það öll út um gluggann og funduð það í gegnum strigaskóna af því að þið eruð ekki ennþá búin að kaupa ykkur kuldaskó... Nú skulum við aðeins tala um þetta meira í staðinn fyrir að eyða tíma í að skoða hvernig veður ætti að vera á morgun, þar sem að veðrið í dag er orðið að staðreynd, en það er aaaaldrei að vita hverju veðrinu á morgun dettur í hug að taka upp á"

Engin ummæli: