11.1.10

Fínt!

Sjáiði!! *Dillar tánum og bendir á nýju kuldastígvélin sín*. Og SJÁIÐI! *snýr sér á hlið svo allir geti dáðst að nýju töskunni hennar*. Ég keypti þessa hluti í gær. Þeir voru ekki á útsölu vegna þess að ég er rebel og vildi ekki sýna hjarðhegðun. Það og ég fann ekkert sem mér líkaði við á útsölu. At all. Ég er hægt og rólega að vinna í því að geta eytt peningum í sjálfa mig. Ég var námsmaður það lengi að ég gat verið búin að forrita mig algjörlega í að það sé rangt að eyða pening í sjálfa sig.

Ég er með rosalega sýn um að ég geti með tímanum og kalda vatninu keypt dýrari hluti sem eru vandaðari, endast lengur og eru fabjúlöss.

2 ummæli:

Lissy sagði...

Ég var námsmaður það lengi að mér fínnst það er alveg komin tími að eyða smá pening í sjálfa mig.

Osk sagði...

Lissy: Heyrðu, þetta er bara miklu heilbrigðari leið til þess að horfa á þetta. Ég þarf að fara að vinna í þessu hjá mér! :)