8.1.10

Það er svo gott að borða!

Síðasta laugardag byrjaði ég að hollimatast. Tæknilega séð ættu laugardagar að vera nammidagar, en þessi tiltekni laugardagur mætti á svæðið daginn eftir nýjársdegi, þannig að ég var vel útnömmuð og óholluð og bara meikaði ekki annan svoleiðis dag í viðbót. Síðan þá hef ég borðað svo geðveikt mikið af geðveikt góðum mat að það er rosalegt. Í hádeginu bjó ég mér t.d. til kjúklinga-grænmetisrétt (húrra fyrir elduðum kjúklingastrimlum út í búð) og svo hef ég stöku sinnum t.d. gert eggjahvítuköku á morgnana eða huge salat með túnfisk í hádeginu. Sko.. miðað við að ég hafi verið dottin í að borða tvær ristaðar brauðsneiðar yfir allan daginn og svo allt í heiminum plús nammi á kvöldin, þá er ég að borða svo klikkað mikið núna að það er rosalegt. Nooooom

Engin ummæli: