7.1.10

Þar til að (tæplega) ári..

Piparkökuhúsið liggur brotið ofan í rusli og hálf-berrössuð jólastjarnan/rósin (virðist vera mismunandi hvað fólk kallar þetta kvikyndi) ofan á því. Hún átti engin græn laufblöð eftir, vegna þess að við kunnum ekki að eiga blóm. Mér finnst alveg magnað að ég sé ekki á einhverjum svörtum lista, þannig að þegar kortið mitt er straujað fyrir pottablómakaupum blikki björt ljós og það heyrist sírenuvæl. Svo mætti blómabóndi á staðinn, tæki pottablómið og klappaði því og segi að þetta yrði allt í lagi og að ég muni aldrei skaða annað pottablóm aftur.

Róbert hefur reyndar lifað frekar lengi og er orðinn ansi harðgerður. Hann hefur verið barinn niður og byggður upp - sterkari en aðrir hans tegundar! Ég gef honum stundum restina úr vatnsflöskunni minni ef vatnið er orðið of volgt og ég man eftir því. Annars virðist hann bara draga sér raka úr andrúmsloftinu ef ég gleymi því.

En já! Jólin eru búin og ég er að safna jólaskrauti héðan og þaðan úr kastalanum og koma því fyrir á borðstofuborðinu. Það verður miðstöð jólaskrautsniðurpökkunar. Jólatréð er hálf dapurlegt þegar ég er búin að taka allar 500 perurnar sem voru á því úr sambandi og íbúðin frekar tómleg eftir að ég hafði verið búin að venjast jólaskrautatroðningnum. Machingtoschið er búið, fyrir utan vondu rauðu og appelsínugulu molarnir. Og svo þessir grænu þríhyrningslaga.

Þetta voru æðisleg jól. Bless jól! Sjáumst í lok ársins!

7 ummæli:

Linda Ros sagði...

Ég þekki nánast enga manneskju sem borðar þessa rauðu og appelsínugulu mola ! Man bara eftir einni í augnablikinu. Finnst að það ætti að fjarlægja þá úr þessu, fólk gæti þá bara keypt þá sér ef það vildi.

Þessir grænu eru samt fínir.

En já ég gafst upp fyrir löngu að kaupa jólastjörnu, ég ætti að vera á sama svarta listanum og þú ;-)

IonnKorr sagði...

Nice Blog!

Greetings from Greece!

Vala sagði...

eeeen grænu þríhyrningarnir eru fínir, en hinir grænu molarnir sem eru bara hreint súkkulaði eru ekki jafn fínir :( en já þessir rauðu/appelsínugulu eiga bara ekkert að fá að vera memm.

Osk sagði...

Linda Rós: Heyrðu! Í fyrra safnaði ég saman þessum molum og fór með í vinnuna og það voru alveg nokkrir gáttaðir á því að þetta væri eftir hjá okkur. Vildu meina að þetta væru langbestu molarnir. Ég var ekkert lítið hissa.

lonnKorr: Thanks :)

Vala: Ekkert spes. Mér finnist þessir sem eru bara hreint súkkulaði ágætir samt :) Þú mátt eiga grænu þríhyrningsmolana!

Natti sagði...

Ég einmitt borða þessa rauðu og appelsínugulu.
Og þegar ég var aðeins yngri þá þótti mér þeir algjör sælgæti. Og einmitt tók við pokum frá öðrum fjölskyldum sem að vildu ekki borða þessa mola.

Núna finnst mér þeir bara ekkert spes. En borða þá samt alveg.

Osk sagði...

Natti: djööö! Ég var búin að útbúa poka með öllum vondu molunum og ég ætlaði að gefa þér hann í gær, en ég gleymdi því. Fyrst ég mundi eftir bæði afmælisgjöfinni hans Andra og snúningslakinu fyrir Völu, þá var kannski ekki við öðru að búast.

Dal sagði...

Hvað ættlaru að gera við þessa grænu? :)