1.1.10

2009

Ég held að ég sé fullkomlega vanhæf til þess að gera árið upp með þeim hætti sem ég hef gert síðustu ár. Ef ég hugsa um hvað gerðist árið 2009, þá man ég bara eftir óléttu, fæðingu og almenna tilvist Söru sæta sílis sem er einmitt 3ja mánaða í dag. Vissulega keyptum við fína jeppann okkar og fórum í yndislega ferð til Búdapest og eflaust eitthvað fleira, en ég þyrfti að hugsa verulega, verulega fast til þess að muna eftir því.

Fyndið. Árið 2008 fluttum við aftur til Íslands, ég byrjaði í fyrstu ekkisumar/hlutastarfs vinnunni minni, við keyptum kastalann, giftum okkur og ýmislegt fleira drastískt... en engu að síður hafði árið 2009 talsvert drastískari breytingar á líf mitt í för með sér og það bara með einum atburði :o)

Engin ummæli: