27.1.10

Veðurveðurveðurfairyprincess

Ef ég væri barn núna, þá væri ég verulega ósátt við snjóleysið fram að þessu þennan veturinn. Þar sem ég er fullorðin og virðuleg verð ég að segja að mér finnst það AMAZEBALLS að hafa engan snjó! Þegar fólk er að puffa og görgla yfir því að það sé vont veður úti þegar það er rok, þá bið ég það vinsamlegast um að vera úti. Þetta er ekkert vont veður í janúar. Vont veður í janúar væri sama rokið PLÚS snjór sem gerir hríðarbil með það helsta markmið að koma snjó í hálsmálið á fólki þegar það hleypur út í bíl.

Bara að segja sko..

20.1.10

Laxnes

Hvað jafnast á við andardráttinn þinn?
Hve öll sú gleði er fyrr naut hugur minn,
er orði hljómlaus utangátta og tóm,
hjá undrinu að heyra þennan róm,

hjá undri því, að líta lítinn fót,
í litlum skóm, og vita að heimsins grjót,
svo hart og sárt er honum fjarri enn,
og heimsins ráð sem brugga vondir menn,

18.1.10

100 armbeygjur og 200 uppsetur

Lordylord. Ég ætla að skella mér í 100 pushups dótið og 200 situps dótið. Var að gera "initial test"  og ég skammast mín ó svo mjög. Þetta er til hroðalegt! Ég er skvabbandi um með óléttukílóin og því þyngri að lyfta... I'll give me that, en samt. Yeee gods!

15.1.10

Þriðja póskið í dag? Hvað er að gerast hérna!

Það kom einhver inn á síðuna mína í gegnum google leitina "herra goth skyrtur". Mér finnst nægilega merkilegt að það sé til einhver einn þarna úti sem flokkast undir að vera "herra goth", hvað þá að það séu framleiddar skyrtur á hann!

Veljum íslenskt..

..stendur í auglýsingu frá Wilsons með tvöföldu vaffi í Fréttablaðinu. Þar stendur líka að þeir bjóði upp á ekta ítalskan pizzabotn.

Hrafnar Óðins...

...hvað kotasæla er góð! Ef ég kemst hins vegar að því hver það var sem tók létt kotasælu úr sölu, en hélt áfram að selja kotasælu með ananas mun viðkomandi þurfa að passa sig!

11.1.10

Fínt!

Sjáiði!! *Dillar tánum og bendir á nýju kuldastígvélin sín*. Og SJÁIÐI! *snýr sér á hlið svo allir geti dáðst að nýju töskunni hennar*. Ég keypti þessa hluti í gær. Þeir voru ekki á útsölu vegna þess að ég er rebel og vildi ekki sýna hjarðhegðun. Það og ég fann ekkert sem mér líkaði við á útsölu. At all. Ég er hægt og rólega að vinna í því að geta eytt peningum í sjálfa mig. Ég var námsmaður það lengi að ég gat verið búin að forrita mig algjörlega í að það sé rangt að eyða pening í sjálfa sig.

Ég er með rosalega sýn um að ég geti með tímanum og kalda vatninu keypt dýrari hluti sem eru vandaðari, endast lengur og eru fabjúlöss.

8.1.10

Það er svo gott að borða!

Síðasta laugardag byrjaði ég að hollimatast. Tæknilega séð ættu laugardagar að vera nammidagar, en þessi tiltekni laugardagur mætti á svæðið daginn eftir nýjársdegi, þannig að ég var vel útnömmuð og óholluð og bara meikaði ekki annan svoleiðis dag í viðbót. Síðan þá hef ég borðað svo geðveikt mikið af geðveikt góðum mat að það er rosalegt. Í hádeginu bjó ég mér t.d. til kjúklinga-grænmetisrétt (húrra fyrir elduðum kjúklingastrimlum út í búð) og svo hef ég stöku sinnum t.d. gert eggjahvítuköku á morgnana eða huge salat með túnfisk í hádeginu. Sko.. miðað við að ég hafi verið dottin í að borða tvær ristaðar brauðsneiðar yfir allan daginn og svo allt í heiminum plús nammi á kvöldin, þá er ég að borða svo klikkað mikið núna að það er rosalegt. Nooooom

7.1.10

Þar til að (tæplega) ári..

Piparkökuhúsið liggur brotið ofan í rusli og hálf-berrössuð jólastjarnan/rósin (virðist vera mismunandi hvað fólk kallar þetta kvikyndi) ofan á því. Hún átti engin græn laufblöð eftir, vegna þess að við kunnum ekki að eiga blóm. Mér finnst alveg magnað að ég sé ekki á einhverjum svörtum lista, þannig að þegar kortið mitt er straujað fyrir pottablómakaupum blikki björt ljós og það heyrist sírenuvæl. Svo mætti blómabóndi á staðinn, tæki pottablómið og klappaði því og segi að þetta yrði allt í lagi og að ég muni aldrei skaða annað pottablóm aftur.

Róbert hefur reyndar lifað frekar lengi og er orðinn ansi harðgerður. Hann hefur verið barinn niður og byggður upp - sterkari en aðrir hans tegundar! Ég gef honum stundum restina úr vatnsflöskunni minni ef vatnið er orðið of volgt og ég man eftir því. Annars virðist hann bara draga sér raka úr andrúmsloftinu ef ég gleymi því.

En já! Jólin eru búin og ég er að safna jólaskrauti héðan og þaðan úr kastalanum og koma því fyrir á borðstofuborðinu. Það verður miðstöð jólaskrautsniðurpökkunar. Jólatréð er hálf dapurlegt þegar ég er búin að taka allar 500 perurnar sem voru á því úr sambandi og íbúðin frekar tómleg eftir að ég hafði verið búin að venjast jólaskrautatroðningnum. Machingtoschið er búið, fyrir utan vondu rauðu og appelsínugulu molarnir. Og svo þessir grænu þríhyrningslaga.

Þetta voru æðisleg jól. Bless jól! Sjáumst í lok ársins!

2.1.10

Hinu megin við áramótin

Það er komið nýtt ár svo ég er komin í megrun og útsölur af því að Fréttablaðið segir það. Ég sé reyndar ekki af hverju ég ætti að versla mér eitthvað á útsölunum ef ég fer svo í megrun og verð of mjó í allt útsöludótið. Kannski það sé gáfulegast að kaupa allt í svona eins og fjórum, fimm stærðum minna svo það passi þegar ég er orðin nýársmjó.

1.1.10

Veðurfréttir

Ég hef aldrei almennilega áttað mig á því hvers vegna það eru sagðar fréttir af því hvernig veðrið var í dag ef það var á annað borð til friðs.

"Í dag var veður og þið sáuð það öll út um gluggann og funduð það í gegnum strigaskóna af því að þið eruð ekki ennþá búin að kaupa ykkur kuldaskó... Nú skulum við aðeins tala um þetta meira í staðinn fyrir að eyða tíma í að skoða hvernig veður ætti að vera á morgun, þar sem að veðrið í dag er orðið að staðreynd, en það er aaaaldrei að vita hverju veðrinu á morgun dettur í hug að taka upp á"

2009

Ég held að ég sé fullkomlega vanhæf til þess að gera árið upp með þeim hætti sem ég hef gert síðustu ár. Ef ég hugsa um hvað gerðist árið 2009, þá man ég bara eftir óléttu, fæðingu og almenna tilvist Söru sæta sílis sem er einmitt 3ja mánaða í dag. Vissulega keyptum við fína jeppann okkar og fórum í yndislega ferð til Búdapest og eflaust eitthvað fleira, en ég þyrfti að hugsa verulega, verulega fast til þess að muna eftir því.

Fyndið. Árið 2008 fluttum við aftur til Íslands, ég byrjaði í fyrstu ekkisumar/hlutastarfs vinnunni minni, við keyptum kastalann, giftum okkur og ýmislegt fleira drastískt... en engu að síður hafði árið 2009 talsvert drastískari breytingar á líf mitt í för með sér og það bara með einum atburði :o)