18.11.10

Dyraat

Það eru einhverjir krakkar að gera dyraat hjá okkur. Dingla og hlaupa svo í burtu. Ég ætti eflaust að vera fúl yfir þessu, en ég er bara svo glöð að það séu ennþá krakkar sem gera öðruvísi öt en að trölla á youtube commentum að ég er eiginlega bara sátt við þetta!

27.10.10

Vinalegir sokkar

Einar gaf mér m.a. heimasokka í afmælisgjöf. Mynnir að þeir heiti my cuddly socks eða eitthvað álíka. Þeir eru rauðir og eru eins og bangsaknús, nema fyrir fætur. Ég myndi sko vita það, því ég hef verið knúsuð af tveggja metra háum bangsa í Lyngby Storcenter og það upp úr þurru. Ég mætti honum bara á labbinu og hann stökk fram og knúsaði mig og knúsaði svo Einar á reboundinu. Hann knúsaði að vísu ekki á mér fæturna, en með vísindalegum vísindaágiskunum get ég gefið mér að þetta sé satt.
Svo eru þeir líka með svona plasti undir sér eins og eru á skriðsokkabuxunum hennar Tarantino (Fimm tennur -> Quin-tönn -> Quentin  -> Tarantino). Núna eru þær notaðar sem labbisokkabuxur samt. Reglur beygðar.

Fyrst þegar ég fór í þá eyddi ég góðum tíma í að hlaupa og gera svona eins og ég ætlaði að slide-a sem gerðist svo ekki því sokkarnir eru með mad-skillz í anti-rennivörn. Núna dilla ég aðalega bara tánum og klappa plastinu þegar ég er í þeim, því það er þægilegt undir fingrum. Minnir mig á hökin á F og J á lyklaborðum, en það er akkúrat svo vinalegt að renna fingurgómunum yfir þau.
Já, þessir sokkar eru sko ekki að ... sokka.

23.10.10

Sérstakt K

Ég elska Kellogg's Special K auglýsingarnar. ELSKA. Þær eru svo súríalískt yndislegar. Uppáhaldið mitt er þessi með konuna sem hafði með aðstoð Sérstaks K (sem inniheldur meiri sykur en flest önnur morgunkorn by the way) grennst nægilega mikið til að passa í gamlar buxur og allar vinkonur hennar klappa fyrir henni fullar aðdáunar þegar hún labbar niður stigann. Ég get svo svarið það að ein er á svipin eins og hún sé að horfa á lítinn kóp sem er ný búinn að bjarga lífi hvolps með því að gefa honum hjartahnoð og taka sig svo til og leysa hungurvandamál heimsins á meðan hann snýr sér við og skoppar í burtu.

Borðaðu Sérstakt K í öll mál og þú eignast snarklikkaðar vinkonur sem halda að þú sért selur! Frekar undarleg skilaboð verð ég að segja...

2.10.10

Ojjjjbara

Ég fékk ógeðslegustu gubbupest sem sögur fara af. Mæli að minnsta kosti ekki með henni við neinn, nema kannski... Nei, vitiði, mér dettur ekki í hug neinn sem mér er nægilega illa við. Ekki einu sinni til að djóka með.

Ég gubbaði svona 20 - 25x aðfaranótt föstudagsins. Maginn var löngu orðinn tómur svo það kom bara gall og vatn undir það síðasta. Meiri viðbjóðurinn. Daginn eftir var ég svo máttlaus að ég fann ekki orku til þess að standa upp og senda vinnunni email og segja þeim að ég kæmist ekki í vinnuna því ég héldi að ég væri dáin. Sem betur fer var síminn minn við hliðina á mér. Þetta var líka afmælisdagurinn hennar Söru. Ég er ekki enn búin að knúsa hana til hamingju með daginn, því ég vil ekki smita hana af þessum óbjóði. E er samt nokkrum sinnum búinn að koma með hana inn í herbergi til mín og láta hana tosa í tánna á mér og spjalla við mig úr fjarlægðá milli þess sem ég barma mér í einhverju móki.

Ég held að mér sé að batna. Ég er í það minnsta búin að skríða fram úr rúminu og niður í sófa. Áðan borðaði ég líka samloku með banana og gubbaði henni ekki næstum því strax aftur. It's all looking up now.

26.9.10

Stephen Potter

Mér hefur alltaf þótt Stephen Fry töff. Okay, kannski ekki töff. Nei, töff er alveg pottþétt ekki rétta orðið. Sniðugur og klár. Fyndinn. Mælskur. Stórmerkilegur. Eitthvað svoleiðis.

Hmmm.. orðum þetta svona: Þegar ég setti saman lista af fimm einstaklingum sem ég myndi velja í task-force til þess að bjarga heiminum valdi ég Sir. Samuel Vimes, Beatrix Kiddo, Conan the barbarian, Gandalf og Stephen Fry.

Þegar ég prufaði að nota twitter hélt það mér gangandi í svona viku aukalega að Stephen Fry bætti mér við á listann sinn.

Ég ólst upp við að horfa á A Bit of Fry and Laurie og Jeeves and Wooster og í seinni tíð hef ég horft meira og minna á allt sem hann kemur nálægt. QI þættirnir hans eru náttúrulega bara yndislegir. Í heimildarmyndinni sem var gerð í tengslum við 50 ára afmælið hans sagði einn viðmælandi m.a. að Stephen Fry væri eini maðurinn sem Bretar gætu fyrirgefið fyrir að vera afburðargáfaður.

Okay.. ógeðslega langur inngangur að því sem ég ætlaði að segja. Ég hef nokkrum sinnum hlustað á bandarísku útgáfuna af Harry Potter hljóðbókunum. Það er alveg ferlega þægilegt að sofna út frá þessu og það er ekkert verra að hafa hlustað á þetta áður og þurfa ekki að stressa sig á því hvert kona var eiginlega komin þegar hún byrjar aftur síðar. Eftir fjölda ára umhugsun ákvað ég að gefa bresku útgáfunni séns, en Stephen Fry les hana. Einhvern veginn efaðist ég um að nokkur maður gæti verið eins góður í þessu og Jim Dale. Til að byrja með var ég ekki alveg seld á þetta, en núna er ég eiginlega alveg búin að skipta um skoðun. Stephen Fry er ekki eins magnaður í að gera mismunandi raddir fyrir persónurnar, en fyrir utan það er hann barasta betri sem ég hélt ekki að væri mögulegt.

Svei mér þá ef maðurinn getur ekki bara gert allt vel annað en að dansa!

24.9.10

Ég var að fatta...

Ég efast um að einhver ykkar hafi haldið út að kíkja hingað reglulega. Ekki það að ég hafi ekki neina trú á ykkur, heldur meira það að það liðu 2500 ár munið þið. Svo þurfti ég líka að breyta, svo ef einhver er svo ógeðslega sniðugur að nota RSS feed, þá hefur það dottið úr sambandi.

Þetta þýðir að ég get sagt allt sem ég vil og enginn mun nokkurn tímann komast að því... amk fyrr en að það verður smellt í gúglið "rassafés" eða "appelsínueldflaug" sem ætti nú að skila viðkomandi beint hingað.

Anywho. Stutt í helgi og bara vika í að sílið mitt verði eins árs. Það er merkilegra en þið gerið ykkur grein fyrir. Eiginlega alveg ógeðslega mikið merkilegt.

23.9.10

Söknuðuð þið mín?

Eins og hendi væri veifað hrundi veldi mitt og hallarverðirnir gerðust málaliðar. Haloscan sagðist ekki lengur standa vörð við komment þegnana nema að fá borgað fyrir það og stuttu síðar vildi blogger ekki lengur bjóða upp á pósk í gegnum ftp aðgang.

History became legend. Legend became myth. Í 2500 ár lá póskið í dvala...

Okay. Full dramatískt. Hér er amk einhver bráðabirgðalausn, mörgum mánuðum seinna. Hvort ég hafi eitthvað áhugavert að segja verður svo að koma í ljós með tíð, tíma, kalda vatninu og vetrinum.

4.3.10

Tilraun til morðs?

Hugsanlega too much information, en ég læt ykkur samt þola þetta!

Klukkan var hálf eitt og Sara var vöknuð. Þetta var eitthvað skrítið. Venjulega sefur hún til að minnsta kosti sex áður en hún vaknar til þess að drekka. Ég gaf þessu smá tíma, en hún var greinilega alveg harðákveðin í þessu. Ég gafst upp og tók hana upp úr rúminu sínu og þefaði af bossanum hennar. Ég geri þetta á nóttunni, því ég er ekkert að skipta á bleiunni hennar nema hún hafi sósað.

Púúúúhhhííí! Það var sko bersýnilega þörf til að skipta á henni. Það er rúm vika síðan hún splæsti í kúkableiu og það var ekki einu sinni það metnaðarfull bleia, svo það var alveg kominn tími á þetta. Ég geispaði og fór með hana inn á baðherbergi og setti hana á skiptiborðið. Krapp (bókstaflega). Það hafði farið framhjá bleiunni og í gegnum samfelluna og gallann. Djöfulsins fýla af barninu.

Ég klæði hana úr og ég sé að það hafi farið ansi illilega framhjá. Ég opna bleiuna og það er augljóst þarna í myrkrinu að þetta sé ekki bara kúkableia - þetta sé tilraun til morðs! Lyktin var eins og af illa skemmdri súrmjólk. Ég náði að skutla bleiunni í ruslið, en það lak samt heill hellingur á gólfið, þar sem að ekki er hægt að ætlast til þess að ein bleia haldi slíku magni. Holy guacamole! Nú þurfti sko að kveikja ljósið. Sara veinar eins og stunginn grís yfir þessari skyndilegu yfirlýsingu og ég byrja að þrífa barnið. Ég viðurkenni það vissulega að ég á það til að vera ansi klýgjugjörn en þarna stóð ég og kúgaðist á meðan að barnið vældi. Pabbi hennar var ræstur út í aðstoð og fenginn til þess að moppa barnið á meðan ég þreif gólfið og kúgaðist.

Ég er þakklát fyrir svínaflensuna því annars hefðum við ekki átt sótthreinsispritt í stórri pumpuflösku. Það eina í ruslinu er þessi illa bleia, en það þarf samt að fara með það út í tunnu. Það er ekki hægt að hafa svona lykt inni í húsinu. Á meðan að Einar þrífur Söru, sem er nú við það að sleppa sér, skelli ég mér í heimakjól, niður, í skó og út.

Lokið er frosið fast. Ég stend þarna úti í frostinu með poka lyktandi eins og það eigi að nota hann í efnahernaði í engu nema stuttum hlýrakjól og kuldastígvélum og reyni að berja lokið opið með skóflu. Í gegnum opnar dyrnar berst væl frá erfingjanum. Nákvæmlega þarna sá ég húmorinn í þessu öllu saman og þarf að halda aftur af mér með að hlægja ekki eins og brjálaður vísindamaður.

Kúkableiupokinn fer inn í andyrri. Ég fer upp og sótthreinsa hendurnar og fer inn að róa barnið og gefa því að súpa. Einar opnar glugga, klæðir sig og gerir tilraun til að sannfæra tunnuna um að opnast. Hún haggast ekki og ég get ekki erft það við hana.

11.2.10

Soja jógúrt

Ég var að borða soja jógúrt. Ég er að spá í að skrifa soja jógúrt framleiðendunum og leggja til að þeir setji oj partinn í hástafi.

Skrapp... í stofuna

Ég er byrjuð að skrappa og mér finnst það lúðalegt. Einar segir að ég sé lúði fyrir að finnast það lúðalegt. Sem sagt - hvernig sem á þetta er litið, þá er ég lúði. Mér finnst þetta svo gaman að ég er að tapa mér í lími og pappaörkum. Ef ég passa mig ekki á ég eftir að ranka við mér einn daginn, hlæjandi og prumpandi með glimmerstauk í hendinni. Allir vita að glimmer er herpes arts and crafts, bæði vegna þess að það er verulega smitandi og líka vegna þess að það er svo erfitt að ná því af sér. Ég þverneita t.d. að kaupa glimmerjólaskraut, því að það sáir sér og sér til þess að það verði jól fram undir sumar.

Já. Allavegana... Skrapp! Ég er að gera albúm með svona nokkrum merkilegum atburðum í lífinu hennar Söru alveg frá því að hún myndaðist bara með hjálp sónar. Ég nota frjálsar aðferðir, vegna þess að mér finnst leiðinlegt að lesa leiðbeiningar. Ég er viss um að ef sjóaður hefðarskrappari myndi sjá þetta hjá mér, þá myndi viðkomandi öskra að mér ókvæðisorð og fara svo beinustu leið í skrapptöskuna sína og draga fram vígt vatn sem yrði svo skvett yfir mitt skrapp. Ég er hins vegar verulega montin af útkomunni og finnst alveg gífurlega fínt að hafa loksins einhvern stað til að geyma armböndin okkar Söru frá fæðingardeildinni og skírnarkortin hennar og svona.

2.2.10

Aumingja Susan. FYRIRGEFÐU! Í caps. Því dauðinn talar þannig.

Ég.. okay.. VIÐ eigum laptop sem heitir Susan. Við erum með Discworld nafnaþema og hann er svartur og með glansandi lok. Það sökkar að eiga glansandi lok. Það er betra að eiga matt lok. Hahahha.. góður Matlock brandari þetta. Djöfull hefði Matlock rústað Jessicu Fletcher í slag. Líka Superman því að hann er lawful good og hefði ekki kunnað við að lemja á móti. Ekki Batman samt því að hann hefði sko ekkert hikað við að kýla gamlan mann í miltað ef það þjónaði einhverjum tilgangi.

Já.. allavega.. Susan! Susan því að hann er svartur og glansandi eins og Svarthöfði eða DEATH (í caps af því að hann talar þannig). Mér fannst ekki viðeigandi að skíra tölvuna DEATH og Mort var náttúrulega bara lewser, svo að hún heitir Susan. Susan er með Windows Vista og mér finnst það leiðinlegt. FYRIRGEFÐU SUSAN (ég er að tala eins og DEATH sko. Ég er ekki að vera fáviti sem gleymir caps. Hahha. Minnir mig á þarna "It's called capslock, it's on the far left on your keyboard" >> "THANKS! TYPING IS MUCH EASIER NOW". Sá gaur var ekki að tala eins og DEATH. Hann var bara hástafafáviti).

Ég myndi ekki óska því á neinn að festast með Windows Vista.

27.1.10

Veðurveðurveðurfairyprincess

Ef ég væri barn núna, þá væri ég verulega ósátt við snjóleysið fram að þessu þennan veturinn. Þar sem ég er fullorðin og virðuleg verð ég að segja að mér finnst það AMAZEBALLS að hafa engan snjó! Þegar fólk er að puffa og görgla yfir því að það sé vont veður úti þegar það er rok, þá bið ég það vinsamlegast um að vera úti. Þetta er ekkert vont veður í janúar. Vont veður í janúar væri sama rokið PLÚS snjór sem gerir hríðarbil með það helsta markmið að koma snjó í hálsmálið á fólki þegar það hleypur út í bíl.

Bara að segja sko..

20.1.10

Laxnes

Hvað jafnast á við andardráttinn þinn?
Hve öll sú gleði er fyrr naut hugur minn,
er orði hljómlaus utangátta og tóm,
hjá undrinu að heyra þennan róm,

hjá undri því, að líta lítinn fót,
í litlum skóm, og vita að heimsins grjót,
svo hart og sárt er honum fjarri enn,
og heimsins ráð sem brugga vondir menn,

18.1.10

100 armbeygjur og 200 uppsetur

Lordylord. Ég ætla að skella mér í 100 pushups dótið og 200 situps dótið. Var að gera "initial test"  og ég skammast mín ó svo mjög. Þetta er til hroðalegt! Ég er skvabbandi um með óléttukílóin og því þyngri að lyfta... I'll give me that, en samt. Yeee gods!

15.1.10

Þriðja póskið í dag? Hvað er að gerast hérna!

Það kom einhver inn á síðuna mína í gegnum google leitina "herra goth skyrtur". Mér finnst nægilega merkilegt að það sé til einhver einn þarna úti sem flokkast undir að vera "herra goth", hvað þá að það séu framleiddar skyrtur á hann!

Veljum íslenskt..

..stendur í auglýsingu frá Wilsons með tvöföldu vaffi í Fréttablaðinu. Þar stendur líka að þeir bjóði upp á ekta ítalskan pizzabotn.

Hrafnar Óðins...

...hvað kotasæla er góð! Ef ég kemst hins vegar að því hver það var sem tók létt kotasælu úr sölu, en hélt áfram að selja kotasælu með ananas mun viðkomandi þurfa að passa sig!

11.1.10

Fínt!

Sjáiði!! *Dillar tánum og bendir á nýju kuldastígvélin sín*. Og SJÁIÐI! *snýr sér á hlið svo allir geti dáðst að nýju töskunni hennar*. Ég keypti þessa hluti í gær. Þeir voru ekki á útsölu vegna þess að ég er rebel og vildi ekki sýna hjarðhegðun. Það og ég fann ekkert sem mér líkaði við á útsölu. At all. Ég er hægt og rólega að vinna í því að geta eytt peningum í sjálfa mig. Ég var námsmaður það lengi að ég gat verið búin að forrita mig algjörlega í að það sé rangt að eyða pening í sjálfa sig.

Ég er með rosalega sýn um að ég geti með tímanum og kalda vatninu keypt dýrari hluti sem eru vandaðari, endast lengur og eru fabjúlöss.

8.1.10

Það er svo gott að borða!

Síðasta laugardag byrjaði ég að hollimatast. Tæknilega séð ættu laugardagar að vera nammidagar, en þessi tiltekni laugardagur mætti á svæðið daginn eftir nýjársdegi, þannig að ég var vel útnömmuð og óholluð og bara meikaði ekki annan svoleiðis dag í viðbót. Síðan þá hef ég borðað svo geðveikt mikið af geðveikt góðum mat að það er rosalegt. Í hádeginu bjó ég mér t.d. til kjúklinga-grænmetisrétt (húrra fyrir elduðum kjúklingastrimlum út í búð) og svo hef ég stöku sinnum t.d. gert eggjahvítuköku á morgnana eða huge salat með túnfisk í hádeginu. Sko.. miðað við að ég hafi verið dottin í að borða tvær ristaðar brauðsneiðar yfir allan daginn og svo allt í heiminum plús nammi á kvöldin, þá er ég að borða svo klikkað mikið núna að það er rosalegt. Nooooom

7.1.10

Þar til að (tæplega) ári..

Piparkökuhúsið liggur brotið ofan í rusli og hálf-berrössuð jólastjarnan/rósin (virðist vera mismunandi hvað fólk kallar þetta kvikyndi) ofan á því. Hún átti engin græn laufblöð eftir, vegna þess að við kunnum ekki að eiga blóm. Mér finnst alveg magnað að ég sé ekki á einhverjum svörtum lista, þannig að þegar kortið mitt er straujað fyrir pottablómakaupum blikki björt ljós og það heyrist sírenuvæl. Svo mætti blómabóndi á staðinn, tæki pottablómið og klappaði því og segi að þetta yrði allt í lagi og að ég muni aldrei skaða annað pottablóm aftur.

Róbert hefur reyndar lifað frekar lengi og er orðinn ansi harðgerður. Hann hefur verið barinn niður og byggður upp - sterkari en aðrir hans tegundar! Ég gef honum stundum restina úr vatnsflöskunni minni ef vatnið er orðið of volgt og ég man eftir því. Annars virðist hann bara draga sér raka úr andrúmsloftinu ef ég gleymi því.

En já! Jólin eru búin og ég er að safna jólaskrauti héðan og þaðan úr kastalanum og koma því fyrir á borðstofuborðinu. Það verður miðstöð jólaskrautsniðurpökkunar. Jólatréð er hálf dapurlegt þegar ég er búin að taka allar 500 perurnar sem voru á því úr sambandi og íbúðin frekar tómleg eftir að ég hafði verið búin að venjast jólaskrautatroðningnum. Machingtoschið er búið, fyrir utan vondu rauðu og appelsínugulu molarnir. Og svo þessir grænu þríhyrningslaga.

Þetta voru æðisleg jól. Bless jól! Sjáumst í lok ársins!

2.1.10

Hinu megin við áramótin

Það er komið nýtt ár svo ég er komin í megrun og útsölur af því að Fréttablaðið segir það. Ég sé reyndar ekki af hverju ég ætti að versla mér eitthvað á útsölunum ef ég fer svo í megrun og verð of mjó í allt útsöludótið. Kannski það sé gáfulegast að kaupa allt í svona eins og fjórum, fimm stærðum minna svo það passi þegar ég er orðin nýársmjó.

1.1.10

Veðurfréttir

Ég hef aldrei almennilega áttað mig á því hvers vegna það eru sagðar fréttir af því hvernig veðrið var í dag ef það var á annað borð til friðs.

"Í dag var veður og þið sáuð það öll út um gluggann og funduð það í gegnum strigaskóna af því að þið eruð ekki ennþá búin að kaupa ykkur kuldaskó... Nú skulum við aðeins tala um þetta meira í staðinn fyrir að eyða tíma í að skoða hvernig veður ætti að vera á morgun, þar sem að veðrið í dag er orðið að staðreynd, en það er aaaaldrei að vita hverju veðrinu á morgun dettur í hug að taka upp á"

2009

Ég held að ég sé fullkomlega vanhæf til þess að gera árið upp með þeim hætti sem ég hef gert síðustu ár. Ef ég hugsa um hvað gerðist árið 2009, þá man ég bara eftir óléttu, fæðingu og almenna tilvist Söru sæta sílis sem er einmitt 3ja mánaða í dag. Vissulega keyptum við fína jeppann okkar og fórum í yndislega ferð til Búdapest og eflaust eitthvað fleira, en ég þyrfti að hugsa verulega, verulega fast til þess að muna eftir því.

Fyndið. Árið 2008 fluttum við aftur til Íslands, ég byrjaði í fyrstu ekkisumar/hlutastarfs vinnunni minni, við keyptum kastalann, giftum okkur og ýmislegt fleira drastískt... en engu að síður hafði árið 2009 talsvert drastískari breytingar á líf mitt í för með sér og það bara með einum atburði :o)