30.12.09

Blogger comment

Haloscan er búið að gefast upp á að bjóða upp á ókeypis komment. Ég á eftir að sakna þeirra. Ég plöggaði blogger kommentunum í samband í staðinn for good measure.

29.12.09

Er það virkilega?

Ég var að setja alla íhlutina fyrir nýju matvinnsluvélina sem ÉG (okay.. líka Einar og Sara. En samt aðalega ég!) fékk í jólagjöf í uppþvottavélina. Þegar ég var að taka pokana utan af flugbeittum hnífum rak ég augun í texta á þeim. "This bag is not a toy". Ég passa mig þá að fjarlægja pokann af hnífnum áður en ég rétti barninu þá....

18.12.09

Jákvæðinikast

Á meðan ég skrifa þetta pósk, sit ég í nýja sófanum okkar sem er yndislegur, svo hugsanlega er þetta eitthvað litað að því. Gamla sófasettið var selt og sótt í gær. Planið hafði verið að koma því út áður en nýji sófinn mætti, svona til þess að forðast óþarfa drama, en það hafðist ekki. Í smá stund var þessi nýji í umbúðunum á staðnum sem gamla settið hafði verið og það gamla í keng úti í horni og hálf dapurt. Það er hins vegar komið á nýtt heimili núna þar sem því er örugglega klappað og klórað á bakinu og dáðst að því þar sem það er ennþá "nýtt" þar.

Aaaallavegnana.

Búin að kaupa og pakka inn öllum jólagjöfum, kortin komin í umslag og út í pósthús og búið að grenja duglega á póststarfsmenn og fólkið í röð á pósthúsinu (annað hvort ég eða Sara sem tók þetta að sér. Okkur finnst báðum leiðinlegt að vera í röð, svo það er hugsanlega erfitt að giska hvor okkar þetta var fyrir fólk sem var ekki á staðnum).

Þá "á eftir" að taka eitthvað til, en ég hef ákveðið að stressa mig ekkert á því. Það voru tvö herbergi shineuð til skrambans síðasta laugardag og aldrei að vita hvort við náum ekki fleirum þessa helgina. Ef ekki, þá felum við bara rykið með meira jólaskrauti og látum eins og það sé ekki til.

Sara er búin að eignast fimm nýja kjóla sem voru keyptir af ömmu hennar og afa í Ammmeríkunni og hún á eftir að verða aldeilis fín á jólunum, þrátt fyrir að vera gubbugrís. Nú eru svo margir kjólar til skiptana að þó hún láti vaða í einn, þá bíða aðrir í röðum, spenntir yfir því að fá tækifæri til þess að vera jólakjólar. Ég fékk líka jólakjól frá Júsa. Magnað hvað þeir eiga mikið flott dót þarna í útlöndunum. Þar sem að þetta er bara einn kjóll, þá er best að ég fari ekkert í hann fyrr en rétt fyrir jólin, þar sem ég er að pissa í mig af spenningi. Ef það yrði slys, þá byggi ég ekki við sama lúxus og dóttir mín.

14.12.09

Jazzhands

Ég cat-confuseaði skottið alveg upp úr skónum. Hún var að væla eitthvað og ég stillti mér upp fyrir framan hana og dansaði eins og brjálæðingur með klassís eins og þumlana upp í loftið, kafarann og að sparka fótunum fyrir ofan haus. Hún snarhætti og fór að skellihlægja. Stuttu eftir að ég hafði endað dansinn á brjáluðum jazzhands setti hún í brýrnar og fljótlega fór hún að garga af reiði og var alveg óhuggandi. Ég er að spá í að skutla henni frekar út í vagn samt en að dansa fyrir hana í allan dag. Mér að kenna fyrir að vera svona góður dansari!

5.12.09

Gufubað

Það kemur fimbulvetur. Naglfari undirbúinn til brottfarar í Hel. Ofnanir tjúnaðir upp úr öllu valdi í höllinni.

Það hlýnar all svakalega. Höllin breytist í gufubað og ég sit hérna alveg mökksveitt með Söru sem er að fá sér morgunmatinn sinn og þoldi enga bið.

Getur veðrið ekki ákveðið sig?

3.12.09

Í kjölfar jólalagaáhlustunar..

Mér þykir sagan af henni Rúdólf (bara kvenkyns hreindýr eru með horn á jólunum, svo öll hreindýr jólasveinssins eru kvenkyns) vera asnaleg. Hvað á þetta að kenna krökkum? Rúdólf er löggð í einelti og skilin útundan þangað til að hún verður fræg og þá vilja öll hin hreindýrin hanga með henni. Ég skil bara ekkert hvað Rúdólf ætti að vilja púkka upp á þennan skríl. Mér finnst að hún ætti bara að spila vist og borða piparkökur með jólasveininum...

Video killed the radio star

..og facebook drap blogg og pósk. Eins og mér tókst aldrei að elska twitter, þá eru facebook status-update svo asskoti handhæg. Kannski er það líka því mér finnst ég ekki hafa neitt merkilegt að segja lengur, eða að minnsta kosti ekki hluti sem engir nema dyggustu aðdáendur Söru litlu hefðu gaman að. Ég stóð mig líka að því í vikuni að byrja að linka á flickr myndir þar frekar en hér - for shame.

Ég er by the way í smá krísu. Ég gæti alveg gubbað á fólk sem talar um lítil börn sem "prinsa" og "prinsessur". Krísan er sem sagt sú, að nú hef ég verið drottning (þessa léns) í fleiri ár og dætur drottninga eru gjarnan... Úff. Ég get ekki hugsað þessa hugsun til enda.

Skipti um umræðuefni einntveirogmandarína á svo lipran og léttan máta að enginn tekur eftir því, ekki einu sinni Sherlock Holmes eða Monk. Ég er sem sagt farin að jólast eins og enginn sé morgundagurinn. Ég er farin að innbyrgða talsvert meira en ráðlaggðan dagsskammt af jólalögum og húsið okkar er þakið aðventuskrauti, en það er einimtt skrautið sem kemur á aðventunni. Á Þorláksmessu kemur svo restin af jólaksrautinu og jólatréð - annað er villimennska. Aðventuelgurinn minn er þessu alveg sammála og ég er ekki frá því að aðventuelgar ættu að vita hvað þeir baula í þessum efnum. Baula ekki annars elgar? Hvaða hljóð gefa elgar frá sér?