28.1.09

Í Viva Piñata...

..falla súkkulaðipeningarnir aldrei í verði og eina pólitíkin sem til þarf er að stígja í sundur dýrum sem eru alltaf að slást. Það er líka alveg á tæru hverjir eru vondukallarnir og hverjir þeir góðu. Ahh.. blessað Viva Piñata! Nú er ég farin að skilja af hverju ég dróg það aftur upp eftir rúm 2 ár. Einfaldari og fallegri heimur!

21.1.09

Oslóartréð - Þegar jólin voru brennd

Hádramatískt ljóð sem ég mátti eiginlega til með að birta.

Það stóð eitt sinn tré hér við torg,
teinrétt og limfagurt vel,
var fraktsent frá Oslóarborg,
forn vottur um vinarþel.

Það var stórt voldugt að sjá,
og ljómaði upplýst um nætur
en það var stór galli þar á,
það vantaði á tréð allar rætur.

Það tré minnir mikið á aðra stoð,
sem mikil var talinn og traust,
sá askur var reifaður sjálfstæðisvoð,
og óx upp eftirlitslaust.

Bankakerfið og Oslóartréð,
enginn hafði á þeim gætur,
þótt stolt þau bæru sitt brum og barr,
báðum á enda þrótturinn þvarr
enda skorti þau bæð' allar rætur.

Trén höfðu ólíkan endi,
en harmi jafnt hlutskipti sitt,
annað þjóðina brenndi,
en þjóðin brenndi hitt.

15.1.09

Samúðarlasin

Ég er sem sagt ekki lasin. Ég nenni ekkert að standa í svoleiðis veseni. Hins vegar hef ég ekki sofið sérstaklega vel síðustu þrjár nætur þar sem að helmingurinn er á því að það sé ekkert verri tími en hver annar til þess að reyna hósta upp úr sér lungunum. Aumingja lasni Hr. Mon. Af tvennu illu, þá vel ég auðvitað að vera ósofin frekar en lasin OG ósofin. Verst bara að ég dett ofan í svefngalsa og rugl. Bíddu. Sagði ég verst? Nei, það er pottþétt besti parturinn af þessu. Versti er.... að vera syfjuð augljóslega. Vá. Það ætti ekki að leyfa mér að póska í þessu ástandi! Ég þyrfti að bæta við lítilli svefn-athugunar scriptu sem keyrist upp alltaf þegar ég er að setja mig í póskstellingar. Kannski gæti hún komið með random bjánaleg eða barnaleg orð og svo yrði athugað hvort ég færi að hlægja.

Kúkur!

Heh heh.

11.1.09

Það var gerð tilraun til þess að drepa mig í dag

Ég fór í átta ára afmæli hjá frænda mínum kl. 13 og fór svo í fimm ára afmæli hjá vini mínum honum Andra Frey kl. 15. Það er stórt afrek fyrir hvern sem er að höndla tvö kökuboð á sama degi. Ég tala nú ekki um ef í seinna kökuboðinu eru veitingar og hvatningar til frekari átu á slíku stigi að hvaða sveita-amma sem er myndi taka af sér svuntuna og viðurkenna ósigur.

Ég þurfti að sitja sem fastast í næstum fjóra tíma til þess að jafna mig og safna kjarki í að troða mér í gegnum hurðina og rúlla mér út í bíl. Mikið var þetta samt gott allt saman!

8.1.09

Sjónvarps- og tölvubann

Í þessari viku hef ég sett á mig sjónvarps- og semi tölvubann (má fletta upp á ja.is, skoða vinnutölvupóstinn og athuga opnunartíma á búðum) þegar ég kem heim úr vinnunni á daginn. Þetta hefur gert það að verkum að ég hef sinnt áhugamálum og heimilisstörfum af þvílíkum krafti að þau bara vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Eldhússpreyjið situr inni í skáp og grætur og saumavélin er öldungishlessa að fá ekki bara að hvíla sig uppi í drottningaturninum eins og venjulega.

Við afjóluðum pleisið í gær, svona fyrst að jólin eru búin. Svo er ég búin að sauma þrjú skrímsli (eitt með fjórar fætur og eitt með uni-brow. Þau eru geðveikt kúl), líma laufblaðaveggskraut á laaaanga vegginn hjá stiganum og klippa út laufblöð úr svörtum pappír til þess að setja í körfu fyrir neðan laufblaðaveggskrautið, jógast, skrifa matar- og innkaupalista fyrir alla vikuna, skoða helling af matreiðslubókum, lesa fullt, fara í kósíkósíbað og skoða borðstofuborð.

Það er ekki hægt að gera ekki neitt og ef tölva og sjónvarp er ekki inni í myndinni þarf að finna sér... eitthvað. Það er bara nokkuð skemmtilegt skal ég segja ykkur!

4.1.09

Ég bara verð að pósta þessu

Stutt rant um hvað Stephen Fry er frábær..

Ég var að horfa á heimildaþátt sem var gerður í tilefni af 50 ára afmæli Stephen Fry. Þessi maður er svo mikill snillingur að það er bara ekki hægt að koma orðum að því. Hann er ekki bara fyndinn og hæfileikaríkur, heldur er hann alveg eldklár.

Eftir því sem ég kemst næst, þá er það eina sem hann getur ekki gert það að spila íþróttir og dansa. Magnað að konu sé ennþá svona vel við hann!

3.1.09

Vá gott stelpó!

Í gærmorgun var ég syfjuð. Þegar klukkan hringdi, þá fór ég ekki beinustu leið á fætur eins og ég geri venjulega, heldur steinsofnaði ég aftur. Þegar Einar var búinn að tannbursta sig og svona vakti hann mig aftur. Á leiðinni í vinnuna spurði hann mig hvort það hefði verið erfitt að vakna í morgun. "Neits!", sagði ég. "Það var ekkert mál! Ég vaknaði meira að segja tvisvar!".

Ég var meira og minna geispandi í gær. Svo spilaði ég roleplay til næstum því fjögur í morgun eins og bjáni. Í dag er ég búin að vera eins og uppvakningur. Ég ákvað að ég yrði að dekra eitthvað við mig fyrst ég ætti svona bágt, svo ég fór í almennilegt stelpó. Við erum að tala um billjón kerti, slökunartónlist, andlitsskrúbb, líkamsskrúbb, fancy freyðibað sem heldur því fram að það hafi afslappandi áhrif, hármaska sem þarf að skilja eftir í hárinu í a.m.k. korter, andlitsmaska, rakakrem, body lotion, body spray, handáburð og fótáburð. Úff hvað mér líður vel núna. Ég er ennþá frekar sybbin, en ég er svo afslöppuð og mjúk eitthvað allstaðar að það er ekkert smá.

Einu sinni ætlaði ég að hafa svona stelpó einu sinni í viku. Ég er alveg á því að það sé góð hugmynd!

1.1.09

Í fyrra...

...flutti ég aftur til Íslands
...keyptum við Einar bíl
...byrjaði ég í fyrstu "ekki sumar- eða hlutastarfs vinnunni minni". Vúúhú
...keyptum við kastalann (verðtryggð lán frá Íbúðalánasjóði. Húrra fyrir því að það sé 2.5 milljónum hærra en þegar við tókum það) sem er miklu, miklu, miklu flottari og frábærari en ég ímyndaði mér nokkru sinni að okkar fyrsta íbúð yrði
...eyddum við hellings tíma og vinnu með hellings hjálp frá æðislega fólkinu okkar í að gera kastalann upp
...giftumst ég Einarinum mínum
...héldum við fyrstu jólin okkar saman

Bara prýðilegt ár!