3.12.09

Video killed the radio star

..og facebook drap blogg og pósk. Eins og mér tókst aldrei að elska twitter, þá eru facebook status-update svo asskoti handhæg. Kannski er það líka því mér finnst ég ekki hafa neitt merkilegt að segja lengur, eða að minnsta kosti ekki hluti sem engir nema dyggustu aðdáendur Söru litlu hefðu gaman að. Ég stóð mig líka að því í vikuni að byrja að linka á flickr myndir þar frekar en hér - for shame.

Ég er by the way í smá krísu. Ég gæti alveg gubbað á fólk sem talar um lítil börn sem "prinsa" og "prinsessur". Krísan er sem sagt sú, að nú hef ég verið drottning (þessa léns) í fleiri ár og dætur drottninga eru gjarnan... Úff. Ég get ekki hugsað þessa hugsun til enda.

Skipti um umræðuefni einntveirogmandarína á svo lipran og léttan máta að enginn tekur eftir því, ekki einu sinni Sherlock Holmes eða Monk. Ég er sem sagt farin að jólast eins og enginn sé morgundagurinn. Ég er farin að innbyrgða talsvert meira en ráðlaggðan dagsskammt af jólalögum og húsið okkar er þakið aðventuskrauti, en það er einimtt skrautið sem kemur á aðventunni. Á Þorláksmessu kemur svo restin af jólaksrautinu og jólatréð - annað er villimennska. Aðventuelgurinn minn er þessu alveg sammála og ég er ekki frá því að aðventuelgar ættu að vita hvað þeir baula í þessum efnum. Baula ekki annars elgar? Hvaða hljóð gefa elgar frá sér?

Engin ummæli: