14.12.09

Jazzhands

Ég cat-confuseaði skottið alveg upp úr skónum. Hún var að væla eitthvað og ég stillti mér upp fyrir framan hana og dansaði eins og brjálæðingur með klassís eins og þumlana upp í loftið, kafarann og að sparka fótunum fyrir ofan haus. Hún snarhætti og fór að skellihlægja. Stuttu eftir að ég hafði endað dansinn á brjáluðum jazzhands setti hún í brýrnar og fljótlega fór hún að garga af reiði og var alveg óhuggandi. Ég er að spá í að skutla henni frekar út í vagn samt en að dansa fyrir hana í allan dag. Mér að kenna fyrir að vera svona góður dansari!

Engin ummæli: