3.12.09

Í kjölfar jólalagaáhlustunar..

Mér þykir sagan af henni Rúdólf (bara kvenkyns hreindýr eru með horn á jólunum, svo öll hreindýr jólasveinssins eru kvenkyns) vera asnaleg. Hvað á þetta að kenna krökkum? Rúdólf er löggð í einelti og skilin útundan þangað til að hún verður fræg og þá vilja öll hin hreindýrin hanga með henni. Ég skil bara ekkert hvað Rúdólf ætti að vilja púkka upp á þennan skríl. Mér finnst að hún ætti bara að spila vist og borða piparkökur með jólasveininum...

Engin ummæli: