9.11.09

Sara Einarsdóttir

Litlamon var skírð á laugardaginn. Hún heitir Sara. Þetta var aldeilis fín veisla og hún fékk fullt af góðum gjöfum. Eftir að hafa öskrað sig hása í næstum hálftíma áður en skírnin byrjaði og ég hafi verið farin að sjá fyrir að barnið sem aldrei grætur á daginn yrði hágrátandi í eigin skírn og að presturinn yrði að garga yfir hana til þess að í honum heyrðist sofnað hún. Hún svaf svo í gegnum alla skírnina og alla veisluna og því algjörlega grunlaus að hún væri látin ganga manna á milli. Ég held að það hafi aldrei liðið svona langur tími á daginn án þess að ég hafi haldið á barninu.

Annars er ég farin að hlakka svo til jólana að ég gæti pissað í mig. Gæti það sko, en ég ætla það ekki. Hmm, annars þegar ég hugsa um það gæti ég alltaf pissað í mig, en kýs að gera það ekki. Af hverju ætti kona að vera líklegri til þess að pissa í sig þegar hún hefur einhvers til að hlakka til?

Engin ummæli: