3.11.09

Líkurnar sögðu alltaf að ég yrði leiðinleg..

Ég bjóst aldrei við öðru en að ég yrði leiðinleg eins og allt annað fólk sem er ný búið að eignast börn. Þegar lífið hjá mér snýr alfarið um að hugsa um krílið er ekki hægt að láta það koma sér að óvart að það sé c.a. það eina sem ég tali um. Það er ekki eins og ég hafi séð eitthvað magnað á göngutúr mínum um Elliðarárdalinn í dag. Hey jú! Chi hua hua hundur í lopapeysu. Hahah. Úff. Annað hvort er þetta sama raðgreiðslurottan og ég sá fyrir utan Krónuna um daginn, eða það er til her af þeim einhverstaðar. Eins og storm trooperar, nema þessir eiga ekki geislabyssur heldur ætla að drepa þig með því að jappa þig til dauða. Jappjappjappjapp! Eins og squeeky toy.

Svo las ég líka að fólk missti 10% af greindavísitölunni sinni við að eignast barn (Jájá... þetta er ekki í samhengi , en bíttu í þig! Ég hef alltaf haft athyglisspan á við tveggja ára..). Ég er búin að vera að berjast við að halda í þessi 10% með því að spila sudoku, en ég efast um að það sé nóg.

Já. Allavegana! Ástæðan fyrir því að ég byrjaði að blaðra um að ég væri leiðinleg var vegna þess að ég fann mig knúna til þess að tala um skírnartegndahluti, en Litlamon verður skírð á laugardaginn. Ég var með tvær nafnareglur. Sú fyrsta var að það þyrfti að fallbeygja nafnið í öllum föllum til þess að koma í veg fyrir eitthvað eins og Egill Daði (Egils Daða) eða þaðan af verra. Sko.. ekki það að Egill hefði nokkurntímann komið til greina sem nafn á Litlumon, en bróðir minn hefur stungið upp á Daði Einarsdóttir.

Hin reglan er sú að það verður að máta "hæstvirtur forseti [insert nafn]". Ég er ekki að segja að barnið verði að verða forseti.. Ég er bara að segja að ef fleiri hefðu notað þessa reglu, þá væru ekki allt upp í 10 ára gömul börn vappandi um heitandi Bambi Blær eða þaðan af verra...

Engin ummæli: