26.10.09

Samfélagslegt vandamál?

Ég hringdi í kvensa til að panta tíma í eftirskoðun eftir fæðingu. Ég var spurð hvort ég hefði farið til hans áður, þar sem að hann tekur ekki við nýjum einstaklingum. Hann átti svo ekkert laust fyrr en í desember. Hérna hélt ég að ég væri vel tímanlega, þar sem að ég hafði hugsað mér að panta tíma einhverntímann um miðjan nóvember. Þegar þarna var komið við sögu fór ég að velta því fyrir mér hvort að kvensinn minn væri einhver celebkjallaraskoðari með allt uppbókað fram undir nýja árið og séð og heyrt ljósmyndara á hælunum á honum við hvert fótmál að smella myndum af honum með viðskiptavinunum hans. Ég ákvað því að athuga með aðra lækna, þar sem að þetta á víst ekki að vera það mikið prógram og vegna þess að ég nenni ekkert að kaupa séð og heyrt út af forvitni um það hvað sé skrifað undir myndina hjá mér (Ósk (28) kúl í kjallaraskoðun t.d.). Þá var mér tjáð að aðrir læknar tækju heldur ekki við nýjum einstaklingum, svo ég skellti mér á desember tímann.

Núna er ég að velta því fyrir mér hvað konur með verulega aðkallandi kjallaravandamál geri eiginlega. Tja.. "nýjir einstaklingar" sem hafa aldrei farið til kvensa áður. Er þetta annað plott hjá teiknimyndavondakallinum sem reynir að skapa glundroða vegna þess að samfélagið á það skilið?

Engin ummæli: