9.10.09

Litlamon

Þá er litla skottið mitt orðið 8 daga gamalt. Reyndar er það svolítið svindl að segja það, þar sem að hún fæddist 12 mínútur í miðnætti þann 1. október, en það eru dagsetningarnar sem telja. Hún náði að lauma sér inn 3 vikum eftir afmælið hjá pabba sínum og þegar það voru þrjár vikur í afmælið mitt. Það er ekki hægt annað en að dáðst að svona simmitríu.

Annars hef ég tekið eftir einu síðan hún fæddist. Foreldrar eru alltaf að tala um hvað þeirra börn séu fallegust, duglegust og frábærust, en ég hef komist að því að þetta sé ekki rétt. Það er í rauninni MITT barn sem er fallegast, duglegast og frábærast. Ég er ekki að segja þetta vegna þess að þetta er dóttir mín og hún hefur greinilega erft sérstaklega góð gen frá okkur pabba sínum. Ég er að segja þetta vegna þess að þetta er staðreynd.

Engin ummæli: